Leitað er eftir öflugum einstaklingi til að taka að sér yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd á niðurröðun og tæknimálum nemenda í hjúkrunarfræði, klínískra kennara, sérfræðikennara ásamt umsjónarkennurum í rafrænu frammistöðumati í klínísku námi, (PebblePad).
Næsti yfirmaður er forseti Hjúkrunarfræðideildar. Starfsvettvangur er Háskólinn á Akureyri. Staðan er veitt frá og með 1. janúar 2026. Ráðningartíminn er tímabundinn til 30. júní 2026.
Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á sveigjanlegt nám í hjúkrunarfræði. Námið er fjögurra ára nám til BS prófs. Niðurstöður kannana meðal nemenda sýna ánægju með gæði og innihald námsins. Nám í hjúkrunarfræði er fyrir öll kyn. Samkeppnispróf eru haldin við lok fyrsta misseris og ákvarða hverjir fá að halda áfram námi á vormisseri fyrsta árs. Fjöldi nemenda eftir haustmisseri fyrsta árs er u.þ.b. 75 á hverju ári. Fastráðið starfsfólk deildarinnar er tæplega 20 manna metnaðarfullur hópur, samsettur af akademísku starfsfólki, verkefnastjórum og aðjúnktum. Einnig koma fjölmargir stundakennarar að kennslu í deildinni bæði í fræðilegu og klínísku námi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að hafa umsjón með rafrænu frammistöðumati (PebblePad).
- Að hafa umsjón með kennslu og þjálfun nemenda, umsjónarkennara, klínískra kennara, sérfræðikennara og annarra sem það þurfa í notkun á PebblePad matskerfinu.
- Að hafa umsjón með gerð kennsluefnis fyrir notendur PebblePad, sem nálgast má á vef og eða Canvas síðum HA.
- Að skipuleggja kynningu á PebblePad fyrir sérfræðikennara og klíníska kennara í upphafi hvers misseris í samvinnu við umsjónarkennara hjúkrunarfræðideildar og verkefnastjóra færniþjálfunar og klínísks náms
- Að hafa umsjón með handbók um nám í hjúkrunarfræði við HA.
- Að sitja fundi og taka þátt í nefndum og starfshópum innan deildar og sviðs.
Hæfniskröfur
- Umsækjandi skal hafa háskólapróf í hjúkrunarfræði
- Æskilegt að umsækjandi hafi einnig lokið námskeiði í klínískri leiðsögn eða framhaldsmenntun á sviði kennsluréttinda frá viðurkenndri stofnun, diplómaprófi á sínu sérsviði eða meistarapróf.
- Krafist er hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfileikum og viðtækri reynslu í tölvunotkun.
- Æskilegt að umsækjandi hafi a.m.k. tveggja ára starfsreynslu og góða reynslu og þekkingu af klínískri hjúkrun á sjúkrastofnun. Einnig þekkingu á reynslu af kennslu.
- Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli. Miðað er við að umsækjandi uppfylli skilyrði í samræmi við málstefnu skólans á starfstíma.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.
Umsókn skal fylgja:
- Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil.
- Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum.
- Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
- Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur, æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.
Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf.
Við ráðningu í störf við Háskólann á Akureyri er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans og tekið er tillit til þarfar einingarinnar við ráðningu.
Starfshlutfall er 40%.
Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2025
Nánari upplýsingar veitir
Hafdís Skúladóttir, forseti Hjúkrunarfræðideildar, hafdis@unak.is, 460-8456.
Sækja um starf