477. fundur Háskólaráðs

Fundur var haldinn fimmtudaginn 30. október 2025 á Sólborg, Norðurborg og Teams

Rektor Áslaug Ásgeirsdóttir setti fund kl. 13:30.


Mætt voru auk hennar:

Unnar Jónsson fulltrúi ráðherra
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Helena Sigurðardóttir varafulltrúi háskólasamfélagsins
Rakel Rún Sigurðardóttir fulltrúi stúdenta
Ottó Elíasson fulltrúi Háskólaráðs
Bryndís Fiona Ford fulltrúi Háskólaráðs

Einnig mætt:

Sindri S. Kristjánsson skrifstofustjóri rektorsskrifstofu

Fjarverandi:

Sigríður Sía Jónsdóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Gestir:

Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu
Hólmfríður Lilja Birgisdóttir verkefnastjóri gagnagreiningar og fjárhags
Kristín Sigurðardóttir verkefnastjóri bókhalds og rannsóknaverkefna
Tom Barry forseti hug- og félagsvísindasviðs
Auðbjörg Björnsdóttir forstöðumaður kennslumiðstöðvar
Magnús Smári Smárason verkefnastjóri gervigreindar

Rektor kynnti dagskrá.

Þá óskaði rektor heimildar háskólaráðs til að taka mál fyrir í breyttri röð vegna komu gesta á fundinn. Var það samþykkt samhljóða.

1. Fjármál og rekstur

2502081

Hólmar Erlu Svansson sat fund háskólaráðs undir þessum lið


Hólmar kynnti fyrir háskólaráði rekstrarstöðu háskólans á tímabilinu janúar – september 2025. Rekstur skólans er áfram í góðu jafnvægi líkt og fram hefur komið á fyrri fundum háskólaráðs á þessu ári þar sem fjármál og rekstur háskólans hafa verið til kynningar. Rætt var um nýja aðferðarfræði til að takast á við kostnað sem skapast vegna veikinda starfsfólks. Fyrirkomulagið hefur gefið góða raun á þessu ári. Þá var útskýrt hvernig einstaka jákvæð frávik frá rekstraráætlun innan árs eiga það gjarnan til að leiðréttast fyrir árslok.

Háskólaráð þakkar fyrir kynninguna og óskar eftir yfirliti yfir tölur sem varpa ljósi á veikindi starfsmanna við háskólann.

2. Endurskoðun reglna um stjórnunar- og aðstöðugjöld – kynning á fjárfestingu í rannsóknum

2409065

Hólmfríður Lilja Birgisdóttir og Kristín Sigurðardóttir sátu fund háskólaráðs undir þessum lið.

Rektor fór yfir aðdraganda verkefnisins. Þá kynntu Hólmfríður Lilja og Kristín þá vinnu sem unnin hefur verið á þessu ári við að greina þá fjárfestingu sem háskólinn gerir í rannsóknarstarfi starfsmanna. Rætt var um það flækjustig sem uppi er hvað varðar mismunandi leiðir sem farnar eru við að styðja við rannsóknir og leiðir til einföldunar. Þá var rætt um kosti þess og galla að fylgja nálgun annarra háskóla við úrlausn verkefnisins.

Háskólaráð þakkar fyrir kynninguna. Endurskoðun reglna um stjórnunar- og aðstöðugjöld við Háskólann á Akureyri, nr. 1082/2023, er frestað fram á vormisseri 2026.

3. Leiðbeinandi stefna um ábyrga notkun gervigreindar við Háskólann á Akureyri

2510090

Auðbjörg Björnsdóttir og Magnús Smári Smárason sátu fund háskólaráðs undir þessum lið.

Auðbjörg og Magnús Smári kynntu tillögu að leiðbeinandi stefnu um ábyrga notkun gervigreindar við fyrir háskólaráði. Háskólaráð ræddi um innihald stefnunnar. Meðal þess sem rætt var voru þau umhverfissjónarmið sem huga þarf að við setningu stefnu af þessum toga. Fram kom að starfsfólki skólans hafa borist ábendingar frá nemendum sem kjósa að
nota ekki gervigreind út frá sjónarmiðum um umhverfisvernd. Í stefnunni er lögð á það áhersla að hún sé lifandi skjal og sæti endurskoðun strax á næsta ári. Þetta sé
eitt þeirra fjölmörgu atriða sem huga þurfi að við endurskoðun stefnunnar. Þá ræddi háskólaráð líka um áhrif gervigreindar á kennsluhætti og breytingar sem strax hefur orðið vart við vegna þessara áhrifa.

Háskólaráð samþykkir framlagða Leiðbeinandi stefnu um ábyrga notkun gervigreindar við Háskólann á Akureyri.

4. Stofnun Rannsóknamiðstöðvar um málefni innflytjenda

2510088

Tom Barry sat fund háskólaráðs undir þessum lið.

Kynnt var tillaga að stofnun miðstöðvar um málefni innflytjenda við Háskólann á Akureyri.

Háskólaráð felur rektor að undirbúa stofnun Rannsóknamiðstöðvar um málefni innflytjenda og leggja fyrir háskólaráð til endanlegrar samþykktar.

5. Heildarnemendafjöldi haustmisseris 2025

2510089

Rektor kynnti tölur um heildarnemendafjölda haustmisseris 2025 við Háskólann á Akureyri og samanburð við samskonar fjöldatölur fyrri ára. Tölur ársins 2025 sýna fram á að nemendum fer fjölgandi líkt og tíðkast hefur fyrr á ári. Rætt var um hvernig þessar tölur skiptast í staðnema og fjarnema. Rektor útskýrði að það er ákveðnum vandkvæðum bundið að skilgreina nema við Háskólann á Akureyri með þeim hætti. Í umræðum kom jafnframt fram að hvatar séu til staðar, t.d. Loftbrú, til að haga lögheimilsskráningu óháð hvar raunveruleg búseta fer fram. Þá var rætt um þá vinnu sem stendur yfir að byggja upp námssamfélagið við háskólann, m.a. með því að halda úti stöðugildi verkefnastjóra námssamfélags.

6. Erindi frá Góðvinum Háskólans á Akureyri

2510087

Rektor kynnti erindi frá Góðvinum Háskólans á Akureyri. Í erindinu er óskað eftir að háskólaráð tilnefni fulltrúa ásamt varamanni í stjórn Góðvini Háskólans á
Akureyri.

Háskólaráð felur rektor að skipa fulltrúa og varafulltrúa í stjórn Góðvina og tilkynna háskólaráði um niðurstöðuna.

7. Málefni Végeirsstaða

2510089

Rektor greindi háskólaráði frá því hvernig sakir standa í málefnum Végeirsstaða og Végeirsstaðasjóðs.

8. Bókfærð mál til samþykktar

Verklagsreglur um framkvæmd doktorsvarna við HA
2510086

Ofangreint mál er samþykkt.

Til fróðleiks

Háskólinn á Akureyri hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Til hamingju með brautskráninguna í dag kæru kandídatar

Silfurgengið – ný bók Brynhildar Þórarinsdóttur teflir saman fortíð og nútíð

Alþjóðleg reynsla og fjölþjóðleg teymi

Sjálfbær menntaforysta

Hagfræðingur með einstaka sýn á norðurslóðir

„Ég var tilbúin að breyta til og takast á við ný verkefni“

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:57.