Við leitum að drífandi og áhugasömum meistaranema sem hefur áhuga á þverfaglegum rannsóknum á stjórnun, meðhöndlun, dreifingu og verndun lífs í geimnum.
Nánar um verkefnið og umsókn
Áhugasömum er boðið að senda stutta kynningu, allt að 500 orð, þar sem fram kemur áhersla verkefnisins og hvernig það mun tengja saman þessi tvö fræðasvið og eftirfarandi spurningar:
- Hvaða tegundir lífs gætu verið til á öðrum hnöttum? Og hvaða sérstöku áskoranir skapast við stjórnun og verndun þess ef við rekumst á það?
- Hvaða fyrirmyndir og samningar eru þegar til staðar til að takast á við það ef líf finnst í geimnum, til dæmis Planetary Protection hjá NASA, COSPAR og fleiri?
- Hvað getum við lært af samningum á jörðinni um verndun, stjórnun og nýtingu náttúruauðlinda þegar kemur að stjórnun náttúruauðlinda í geimnum?
- Með hvaða hætti getum við komið á sanngjörnu fyrirkomulagi um stjórnun og dreifingu ávinninga af framtíðaraðgangi að náttúruauðlindum í geimnum?
Dæmi um rannsóknir sem gætu verið unnar eru meðal annars greining og mat á sáttmálum og samningum, athuganir og þátttaka á fundum viðeigandi stofnana og samtaka, til dæmis IMWEG, ESA eða annarra viðeigandi aðila, og vettvangsferðir á „hnattalíkingarsvæði“ (e. planetary analogues) innan og utan Íslands.
Áhugasöm vinsamlegast sendið kynningu og ferilskrá á adamf@unak.is fyrir 31. janúar 2026. Einnig er hægt að beina fyrirspurnum á sama netfang.
Leiðbeinendur og stuðningur
Valdir einstaklingar sem senda inn kynningu fá stuðning frá teymi leiðbeinenda við að sækja um námið, en eru hvattir til að kynna sér hæfisskilyrði hér. Meistaraneminn verður skráður í meistaranám annaðhvort í auðlindafræði eða félagsvísindum við Háskólann á Akureyri.
Meistaraneminn fær tækifæri til að þróa og skilgreina verkefni sitt í samstarfi við teymi leiðbeinenda sem vinnur að þessum viðfangsefnum í samhengi við stjörnulíffræði (e. astrobiology) og alþjóðastjórnmál.
Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á stjórnun og dreifingu ólífrænna náttúruauðlinda í geimnum, svo sem í tengslum við námuvinnslu á smástirnum, jarðtækni (e. geoengineering) eða aðra starfsemi. Áherslan felst í að finna leiðir til að tryggja sanngjarna dreifingu auðlinda sem gætu orðið aðgengilegar á næstunni. Markmið þessa verkefnis er að víkka og þróa þessar umræður í tengslum við lífrænar auðlindir.
Aðalleiðbeinendur eru Dr. Adam Fishwick og Dr. Oddur Þór Vilhemsson við Háskólann á Akureyri, með stuðningi frá Icelandic Research Institute of Space Science (IRISS).
Stúdent og leiðbeinendur fá einnig stuðning frá aðilum með viðbótarþekkingu á báðum sviðum og frá sérfræðingum úr atvinnulífi á Íslandi, þar á meðal Daniel Leeb, framkvæmdastjóra Iceland Space Agency og IRISS. Fjármagn er til staðar til að standa straum af rannsóknarkostnaði verkefnisins, þar með talið vettvangsvinnu, ráðstefnuþátttöku og fundum ritgerðarnefndar.