Jólaboð skiptinema

Bragða á íslenskum jólamat, hlýða á íslenska jólatónlist og kynnast íslenskum jólahefðum
Jólaboð skiptinema

Í lok nóvember stóð Miðstöð alþjóðasamskipta fyrir árlegu jólaboði fyrir erlenda skiptinema sem hafa stundað nám við skólann þennan veturinn.

Boðið var upp á íslenskan jólamat, til dæmis hangikjöt, jólasíld, laufabrauð, jólasmákökur, malt og appelsín. Að loknu borðhaldi var keppt í spurningakeppni þar sem þemað var íslensk jól, auk þess var hlustað á íslensk jólalög og spjallað um jólahefðir.

Góð mæting var í jólaboðið og mættu flest allir skiptinemarnir eða um 30 talsins. Flestir skiptinemarnir eru hér aðeins eitt misseri. Eftir áramót verða svo um 46 skiptinemar við nám á vormisseri sem er mikil aukning í fjölda miðað við undanfarin ár.