Háskólinn á Akureyri þakkar ánægjuleg samskipti og góðar samverustundir á árinu sem er að líða. Við hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.
Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor, skrifar:
Árið 2025 hefur verið viðburðaríkt og lærdómsríkt fyrir Háskólann á Akureyri. Starfsfólk skólans hefur lagt sig fram við að skoða áhrif gervigreindar á nám og störf – verkefni sem mun móta kennslu og vinnubrögð næstu ára. Þróun nýrra námleiða heldur áfram og ánægjulegt er að segja frá því að aldrei áður hefur starfsfólk HA sótt um jafn marga innlenda og erlenda styrki, sem endurspeglar aukna áherslu á rannsóknir innan skólans.
Fram undan eru áskoranir í háskólaumhverfinu, en með samstöðu og skýra framtíðarsýn munum við takast á við þær saman og halda áfram að byggja upp nútímalegt háskólasamfélag sem þjónar stúdentum, starfsfólki og samfélaginu.
Fyrir hönd Háskólans á Akureyri óska ég stúdentum, starfsfólki, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Áhugasöm geta skoðað fréttasafn ársins 2025 hér.