Háskólahátíð - grunnnám

Brautskráning kandídata úr grunnnámi

Háskólahátíð fer fram í Háskólanum á Akureyri 11.-12. júní 2021. Laugardaginn 12. júní 2021 verða brautskráðir kandídatar til bakkalárprófs og diplómanemendur á grunnstigi.

Eftir stormasamt ár í skugga heimsfaraldurs lítum við björtum augum til Háskólahátíðar og skipuleggjum hana þannig að hún rúmi 200 manns. Hátíðin verður með aðeins öðruvísi sniði af þessum sökum en engu að síður hátíðleg. Athafnirnar verða tvær:

  • Heilbrigðisvísindasvið og Viðskipta- og raunvísindasvið
  • Hug- og félagsvísindasvið

Helstu tímasetningar

Föstudagur 11. júní

kl. 19:00-20:00 Æfing með kandídötum: Heilbrigðisvísindasvið og Viðskipta- og raunvísindasvið
kl. 20:30-21:30 Æfing með kandídötum: Hug- og félagsvísindavið

Laugardagur 12. júní - Heilbrigðisvísindasvið & Viðskipta- og raunvísindasvið

kl. 08:30-09:00 Hópmyndataka: Heilbrigðisvísindasvið
kl. 09:00-09:30 Hópmyndataka: Viðskipta- og raunvísindasvið
kl. 10:00-11:30 Brautskráningarathöfn: Heilbrigðisvísindasvið og Viðskipta- og raunvísindasvið
kl. 11:30-12:00 Móttökur með drykkjum á fræðasviðunum

Laugardagur 12. júní - Hug- og félagsvísindavið

kl. 13:00-13:30 Hópmyndataka: Hug- og félagsvísindavið
kl. 14:00-15:30 Brautskráningarathöfn: Hug- og félagsvísindasvið
kl. 15:30-16:00 Móttaka með drykkjum í Miðborg

Gott að hafa í huga

Það er komið að tímamótum, við hlökkum til að sjá þig!