2. maí 2025 kl. 12:00-13:00
Lögfræðitorg - Rachael Lorna Johnstone
Á þessari annarri forsetatíð sinni nálgast Trump hlutverk sitt með öðrum hætti en þegar hann var forseti í fyrra sinn. Hann komst til valda með fyrirheit um róttækar umbætur á ríkisrekstri, kosningakerfi, í innflytjendamálum, alþjóðaviðskiptum, orku- og auðlindanýtingu, umhverfismálum, viðurkenningu kynvitundar, fjölbreytni, jöfnuði og inngildingu (DEI), heilbrigðisþjónustu vegna kynheilbrigðis og fóstureyðingu, og vísindarannsóknum. Með því að framkvæma stefnu sína í anda „alls, alls staðar, allt í einu“ hóf ríkisstjórn hans að eyða áratuga gömlum stefnumálum Bandaríkjanna, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.
Rachael Lorna Johnstone fór til Washington DC þann 29. janúar 2025, og lenti á Washingtonflugvelli aðeins tveimur tímum áður en hið banvæna flug- og þyrluslys varð á vellinum. Hún starfaði hjá Wilson Center, þverpólitískri hugveitu, í Reagan-byggingunni, tveimur götum frá Hvíta húsinu, þar sem hún fylgdist með atburðarásinni þar til það ríkisdeild sem fer með skilvirkni í rikisrekstri (DOGE) lokaði hugveitunni skyndilega. Hún sneri aftur til Íslands tíu dögum fyrr en áætlað var, þann 20. apríl 2025. Í erindi sínu fjallar hún um fyrstu hundrað daga annarrar forsetatíðar Trump. Hún ræðir hvernig forsetatilskipunum er beitt til að komast framhjá þinginu, aðgerðir sem beinlínis brjóta í bága við úrskurði alríkisdómstóla, og skort á gagnsæi og ábyrgð ríkisstarfsmanna sem skapar ógn við stjórnarskrá Bandaríkjanna og réttarríkið.
Rachael skoðar einnig stöðu fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar (um tjáningar-, trú- og fundafrelsi) í ljósi árása á einkarekin háskólasamfélög og nemendur sem taka þátt í mótmælum á háskólalóðum. Auk þess rekur hún reynslu sína sem lögfræðimenntaður útlendingur í Washington DC, þar sem hún reyndi að sinna rannsóknum á loftslagsbreytingum og réttlátum orkuskiptum. Ferlisskrá hennar er nú full af hugtökum sem Bandaríkjastjórn virðist telja óásættanleg.
Rachael fylgdist með atburðum í beinni útsendingu og hélt dagbók sem hún kallar „100 Days of Batshittery“ (100 dagar af vitfirringu).
Rachael er prófessor í lögfræði við Háskólann á Akureyri. Hún er sem stendur styrkþegi hjá Fulbright Arctic Initiative IV. Líklega er hún ekki lengur gestafræðimaður við Polar Institute hjá Wilson Center – þó enginn hafi tilkynnt henni það formlega en ævisögu hennar er enn að finna á heimasíðu stofnunarinnar.
Sigurður Kristinsson, prófessor og deildarforseti Hug- og félagsvísindadeildar verður fundarstjóri.
Athugið að torgið verður ekki tekið upp
Torgið er á ensku en umræður verða bæði á íslensku og ensku
SMelltu hér fyrir streymi