Jafnréttisdagar: ADHD í námi og daglegu lífi

Málstofa á Jafnréttisdögum í boði SHA

Jóna Kristín Gunnarsdóttir (hún) grunnskólakennari sem kemur frá ADHD samtökunum mun flytja erindi á málstofu sem SHA heldur á Jafnréttisdögum.

Málstofan fer fram í stofu M101 í Háskólanum á Akureyri og verður einnig streymt frá henni á Facebook síðu Jafnréttisdaga.

Það getur verið krefjandi að vera með ADHD og/eða umgangast fólk sem er með ADHD en þekking eykur líkur á umburðarlyndi og kemur í veg fyrir fordóma. Margar áskoranir geta verið í námi sem og daglegu lífi og því mikilvægt að finna leiðir sem virka fyrir hvern og einn. Í erindinu verður leitast við að svara spurningum eins og er:

  • Er í alvöru hægt að vera í rútínu með ADHD?
  • Af hverju skiptir hreyfing máli?
  • Og hvernig get ég nýtt styrkleika mína til að takast á við erfið verkefni?

Hvetjum við áheyrendur/stúdenta að spyrja í lok kynningar.

Facebook viðburður

Öll velkomin!