Jafnréttisdagar: Áhrif COVID-19 á nám

Fjallað verður um áhrif COVID-19 á nám, viðburðurinn fer fram á ensku.

COVID-19 hefur áhrif á líðan fólks um allan heim og þar með vellíðan og námsgetu háskólastúdenta. Í öðrum löndum hefur verið greint frá verri svefngæðum, svefnleysi, streitu og kvíða meðal stúdenta. 

Í samanburði við önnur Evrópulönd upplifa stúdentar á Íslandi almennt meiri áskoranir á meðan á námi stendur vegna þess að þeir bera oft ummönnunarskyldur og þurfa að vinna samhliða námi til þess að geta séð fyrir sér og sínum, og til þess að geta haft efni á því að stunda nám.

Úr könnun sem ger var í alþjóðlegu samstarfi vorið 2020 er hægt að draga þá ályktun að margir þættir geti haft jákvæð áhrif á krefjandi aðstæður, eins og nám á tímum COVID-19. Um er að ræða góða stjórnunarhæfileika sem ætti að vera hluti af ákveðinni þjálfun háskólastúdenta almennt. 

Yvonne Höller, prófessor við Hug- og félagsvísindasvið HA mun flytja erindið. Auk hennar standa að viðburðinum, Hermína Gunnþórsdóttir, Finnur Friðriksson og Ólína Freysteinsdóttir. Erindið er hluti af félagsvísindatorgi.

Öll velkomin - viðburðurinn fer fram á ensku

Viðburðurinn fer fram hér