Meistaravörn í félagsvísindum

30. janúar 2026 kl. 14:00-15:00
Magnús Smári Smárason ver meistaraverkefni sitt til MA gráðu í félagsvísindum

Magnús Smári Smárason ver lokaverkefni sitt til MA gráðu í félagsvísindum. Verkefnið ber heitið Beyond Fragmentation: A Life-Value Alternative for AI Governance

  • Vörnin fer fram í stofu M101 og er öllum opin
  • Leiðbeinandi Magnúsar Smára er Giorgio Baruchello prófessor við Félagsvísindadeild
  • Prófdómari er Dina Babushkina

Um verkefnið

Stöndum við frammi fyrir tæknibyltingu eða tilvistarlegri brunaútsölu? Í lokaverkefni sínu kafar Magnús Smári ofan í myrkari hliðar gervigreindarvæðingarinnar og fjallar um þekktar hættur sem tæknin skapar samfélaginu.

Ritgerðin leiðir í ljós að markaðurinn er ekki að bregðast heldur er hann að virka nákvæmlega eins og honum er ætlað. Þetta ástand – þar sem peningalegur hagvöxtur trompar lífsgildi – var til staðar löngu áður en gervigreindin kom til sögunnar. Tæknin hefur einfaldlega magnað upp þessa ríkjandi stefnu og skapað „ábyrgðarþoku“ (responsibility Fog) sem gerir kerfinu kleift að firra sig ábyrgð á þeim skaða sem hlýst af.

Niðurstaðan er alvarleg viðvörun um „hið góðviljaða búr“ (The Benevolent Cage) – framtíð þar sem þægindi og öryggi kosta okkur sjálfræði og mennsku. VALOR-ramminn er lagður fram sem valkostur byggður á lífsgildum (Life-Value Alternative) til að endurheimta ábyrgð og stemma stigu við „vitrænni skuld“ (cognitive Debt). Þetta er uppgjör við þá hugmynd að tæknin muni bjarga okkur, þegar hún er í raun notuð til að festa í sessi kerfi sem gerir okkur ósjálfbjarga.

Öll velkomin!