Nýnemadagar

Á Nýnemadögum fer fram fræðsla um ýmislegt sem er til grundvallar háskólanámi og enginn nýnemi ætti að láta fram hjá sér fara.

Markmið Nýnemadaga er meðal annars

  • Að bjóða nýnema velkomna til starfa í HA
  • Að gefa nýnemum tækifæri á að kynnast starfsfólki og þjónustu háskólans í upphafi náms, t.a.m. tölvuumhverfi, prófareglum, bókasafni, námsráðgjöf, alþjóðasamstarfi, húsnæði o.fl.
  • Að gera grein fyrir almennum væntingum HA til nýnema

Ekki hika við að nýta þér tækifæri til að kynnast háskólaumhverfinu. Reynslan sýnir að þátttaka á nýnemadögum auðveldar stúdentum að hefja nám; þau eru fljótari að kynnast samnemendum sínum, vinnuumhverfi, starfsfólki og húsnæði HA. Fyrstu kennslustundirnar hefjast að loknum nýnemamóttökum á hverju fræðasviði fyrir sig.

Upplýsingar fyrir nýnema

Nýnemum er skipt í hópa

  • Mánudaginn 23. ágúst: Nýnemadagar á Hug- og félagsvísindasviði kl. 9
  • Miðvikudaginn 25. ágúst: Nýnemar á Heilbirgðisvísindasviði kl. 9
  • Fimmtudaginn 26. ágúst: Nýnemar á Viðskipta- og raunvísindasviði kl. 10
  • Föstudaginn 27. ágúst: Nýnemadagur Stúdentafélags Háskólans á Akureyri - öll velkomin kl. 13

Fyrstu kennslustundirnar hefjast að loknum móttökum á hverju fræðasviði fyrir sig. Stúdentaskrá er hægt að nálgast í Uglu.

Nánari dagskrá og upplýsingar koma hingað þegar nær dregur.

Hér má nálgast Facebook viðburð Nýnemadaga

við hlökkum til að sjá þig á nýnemadögunum!