Styrkir og útlönd

Kynning á skiptinámi fyrir haustmisseri 2023

Miðstöð alþjóðasamskipta mun á næstunni opna fyrir umsóknir til skiptináms fyrir skólaárið 2023-2024. 

Stúdentum Háskólans á Akureyri er boðið á kynningu miðvikudaginn 1. febrúar kl. 12:00-13:00 í stofu L202. Kynningunni verður einnig streymt hér

Einingar sem stúdentar ljúka í skiptinámi við samstarfsskóla HA eru metnar inn í nám við HA. Skiptinám er því einstakt tækifæri til að bæta alþjóðlegri vídd í háskólanámið.

Háskólinn á Akureyri er í samstarfi við yfir 200 háskóla víða um heim og árlega taka þó nokkrir stúdentar hluta af námi sínu við erlenda háskóla. Skiptinám veitir tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og efla tengslanetið, kynnast nýjum menningarheimum og skapar forskot á vinnumarkaði en rannsóknir sýna að vinnuveitendur horfa í auknum mæli til alþjóðlegrar reynslu. Hér má nálgast nánari upplýsingar um skiptinám.

Boðið verður upp á veitingar á kynningarfundinum

Viðburður á Facebook

Öll velkomin!