Félagslífið er góð tilbreyting frá bókalestri og verkefnavinnu.
Það er skemmtilegt að taka þátt í félagslífinu. Þú hittir stúdenta úr öðrum deildum, víkkar sjóndeildarhringinn og stækkar tengslanetið.
SHA - Stúdentafélag Háskólans á Akureyri
Stúdentafélag við Háskólans á Akureyri er félag allra innritaðra stúdenta háskólans.
SHA hefur yfirumsjón með félagslífi, skemmtunum, íþrótta- og fjölskyldumálum deildarfélaga.
- Félagið stendur vörð um hagsmuni stúdenta og er málsvari þeirra
- Það vinnur að bættri heilsu og líðan stúdenta og fjölskyldna þeirra
- Félagið veitir deildarfélögunum stuðning
SHA vinnur náið með starfsfólki háskólans að kynningarmálum og hagsmunamálum sem snerta stúdenta beint eða óbeint.