Félagslífið

Nemendur á Sprellmóti SHA

Félagslífið er góð tilbreyting frá bókalestri og verkefnavinnu.

Það er skemmtilegt að taka þátt í félagslífinu. Þú hittir stúdenta úr öðrum deildum, víkkar sjóndeildarhringinn og stækkar tengslanetið.

Stúdentafélag Háskólans á Akureyri

Stúdentafélag við Háskólans á Akureyri er félag allra innritaðra stúdenta háskólans. SHA hefur yfirumsjón með félagslífi, skemmtunum, íþrótta- og fjölskyldumálum deildarfélaga.

  • Félagið stendur vörð um hagsmuni stúdenta og er málsvari þeirra
  • Það vinnur að bættri heilsu og líðan stúdenta og fjölskyldna þeirra
  • Félagið veitir deildarfélögunum stuðning

SHA vinnur náið með starfsfólki háskólans að kynningarmálum og hagsmunamálum sem snerta stúdenta beint eða óbeint.

Vefverslun SHA

Í vefverslun SHA finnur þú gagnlegar vörur fyrir skólalífið, merktar bæði félaginu og háskólanum:

SHA appið

Allir stúdentar HA geta sótt um aðgang að SHA appinu sér að kostnaðarlausu til 15. september. Í appinu er:

  • Rafræna stúdentakortið þitt
  • Allir skólaafslættir á einum stað
  • Yfirlit yfir viðburði SHA og miðasala
  • Tilkynningar frá SHA og aðildarfélögum
  • Upplýsingar um viðburði aðildarfélaga

Appið heitir Stúdentafélag HA og til þess að sækja það þarftu að:

  1. Skrá þig í aðildarfélag inn á sha.is, það kostar ekkert til 15. september 
  2. Sækja forritið í App Store eða Play Store
  3. Skrá þig inn með HA netfangi
  4. Velja mynd

Ekki missa af stærstu viðburðum SHA!

SHA og aðildarfélög þess standa fyrir fjölbreyttum viðburðum yfir skólaárið. Mælt er með því að þú takir strax frá eftirfarandi dagsetningar svo þú missir ekki af stærstu viðburðunum:

  • Sprellmót í september
  • Stóra Vísó í Reykjavík í janúar
  • Árshátíð SHA í febrúar

Aðildarfélög SHA - Deildarfélagið þitt

Vefslóð Facebook Tölvupóstur
Data, félag tölvunar- og tæknifræðinema Data á FB Senda póst til Data
Eir, félag heilbrigðisnema Eir á FB Senda póst til Eirar
Kumpáni, félag félagsvísinda- og sálfræðinema Kumpáni á FB Senda póst til Kumpána
Magister, félag kennaranema Magister á FB Senda póst til Magister
Reki, félag viðskiptafræðinema Reki á FB Senda póst til Reka
Stafnbúi, félag nema í auðlindafræðum Stafnbúi á FB Senda póst til Stafnbúa
Þemis, félag laganema Þemis á FB Senda póst til Þemis