Stúdentaíbúðir

Stúdentaíbúðir

Félagsstofnun stúdenta á Akureyri - FÉSTA, á og rekur stúdentaíbúðir í bænum.

Boðið er upp á mikið úrval eigna, frá einstaklingsherbergjum til þriggja herbergja íbúða. Íbúðirnar eru allar í göngufæri við háskólasvæðið.

Sækja þarf um stúdentaíbúðir fyrir 20. júní hvers skólaárs.

Kynntu þér úrval íbúða og úthlutunarreglur á vefsíðu FÉSTA.

Aðrar leiguíbúðir

Fjöldi leiguíbúða er á almennum markaði á Akureyri.

Hægt er að fylgjast með íbúðum til leigu á Facebook eða á vefsíðunni Dagskráin.is

Kynntu þér réttindi og skyldur leigutaka áður en skrifað er undir húsaleigusamning.

Átt þú rétt á húsnæðisbótum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun?

Flestir nemendur sem eru eingöngu á námslánum eiga rétt á húsnæðisbótum.

Sótt er um bæturnar á rafrænu formi í gegnum Mínar síður hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þú þarft að hafa Íslykilinn þinn eða rafræn skilríki við höndina þegar sótt er um.

Kynntu þér réttindi þín til húsnæðisbóta á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Átt þú rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi?

Það er skylt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga að veita sérstakan húsnæðisstuðning.

Stuðningurinn er fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem geta ekki séð sér fyrir húsnæði vegna félaglegra aðstæðna, lágra launa og þungrar framfærslubyrði.

Ef þú telur þig eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi getur þú haft samband við fjölskyldusvið Akureyrarbæjar að Glerárgötu 26, 600 Akureyri eða í síma 460 1000.

Athugið að sækja þarf um húsnæðisbætur hjá Íbúðalánasjóði áður en sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning.