Reglur um gjaldskrá Háskólans á Akureyri vegna þjónustu við nemendur og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds

Nr. 596/2014

SAMÞYKKTAR Í HÁSKÓLARÁÐI 20.06.2014

Með breytingum nr. 1394/2018

vefútgáfa síðast uppfærð 22.3.2019

Prentgerð (pdf)
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan
 og í PDF skjali gildir PDF skjalið

 

Samkvæmt lögum opinberra háskóla nr. 85/2008 grein nr. 24 er Háskólanum á Akureyri (HA) heimilt að afla sér tekna til viðbótar við framlög á fjárlögum.(1) Háskólaráði ber að setja nánari reglur um gjaldtöku og ráðstöfun gjalda og eru þessar reglur gerðar í samræmi við það.(2)

1. Skrásetningargjald

Skrásetningargjald HA(3) 75.000 kr.
Leyfi til skrásetningar utan skrásetningartímabils 11.250 kr.
Skrásetningargjald, 50% afsl. fyrir öryrkja (gegn staðfestingu á 75% örorkumati) 37.500 kr.

  1. Skrásetningartímabil og greiðslur. Greiðslukrafa vegna skrásetningargjalds birtist í netbanka umsækjanda þegar umsókn hefur verið samþykkt. Eindagi skrásetningargjalds er [5. ágúst](1) bæði fyrir nýnema og eldri nema og lýkur skrásetningartímabili [10 dögum síðar, eða 15 ágúst.](2) Með greiðslu skrásetningargjalds staðfestir umsækjandi skólavist við Háskólann á Akureyri. Óski viðkomandi eftir að greiða eftir [eindaga](3) þann tíma reiknast 15% álag á gjaldið og hafi það ekki verið greitt [15. ágúst](3) er litið svo á að viðkomandi hyggist ekki stunda nám við HA á komandi skólaári. 
   [Nemandi sem fengið hefur heimild til að hefja nám á vormisseri þarf að greiða 55.000 kr. fyrir 10. Desember.](4)
  2. Alþjóðlegir nemar sem samþykktir hafa verið sem skiptinemar í gegnum áætlanir Nordplus, Erasmus og North2North, eða frá skólum sem eru með tvíhliða samninga við Háskólann á Akureyri, eru undanþegnir greiðslu skrásetningargjalds við HA hafi þeir greitt skrásetningargjald við sinn heimaskóla.
  3. Samþykktir gestanemendur frá opinberum háskólum á Íslandi eru undanþegnir greiðslu skrásetningargjalds hafi þeir greitt skrásetningargjald við sinn skóla.
  4. Skrásetningargjald er ekki endurgreitt ef nemandi hættir námi.
  5. Ef nemandi getur ekki stundað námið vegna veikinda getur hann fengið 75% gjaldsins endurgreitt gegn framvísun læknisvottorðs [fram til 5. nóvember.](5)
  6. Skrásetningargjaldið er bókfært hjá yfirstjórn háskólans í samræmi við fjárlög. Háskólaráð ráðstafar skrásetningargjaldi á þá kostnaðarliði, sem falla undir gjaldið lögum samkvæmt.

1) Sjá lög nr. 85/2008, 2. mgr. 24. gr., 2) Sjá lög nr. 85/2008, 4. mgr. 24. gr., 3) Sjá lög nr. 85/2008, a-lið, 2.mgr. 24. gr.
1) Breytt með reglum nr. 1394/2018
2) Breytt með reglum nr. 1394/2018
3) Breytt með reglum nr. 1394/2018
4) Breytt með reglum nr. 1394/2018
5) Breytt með reglum nr. 1394/2018

2. Gjaldskrá vegna sölu vöru og þjónustu

a. Bókasafn og upplýsingaþjónusta

Aðgangur að húsnæði HA: 

 • Nemendur 0 kr.
 • Gestaaðgangur (réttindi) – nem. og stm. annarra háskóla (eitt misseri) 1.000 kr.
 • Gestakort 2.000 kr.
 • Nýtt kort í stað glataðs (nemendur og gestir) 2.000 kr.

Lánþegaskírteini: 

 • Nemendur 0 kr.
 • Starfsmenn HA og grunnskóla á Norðurlandi eystra 0 kr.
 • Aðrir lánþegar (lánþegaréttindi árgjald og kort) [4.500 kr.](1)
 • Aðrir lánþegar - lánþegaréttindi í HA árgjald [2.500 kr.](2)
 • Nýtt kort í stað glataðs (nem., aðrir lánþegar og starfsm. grunn- og leikskóla) [2.000 kr.](3)

Dagsektir:

 • Mánaðarlán og hálfsmánaðarlán pr. dag [50 kr.](4)
 • Skammtímalán úr námsbókasafni [100 kr.](5)
 • Gjald fyrir rit sem glatast (lágmarksgjald) [8.000 kr.](6)

Millisafnalán:

 • Bækur frá innlendum söfnum* [1.500 kr.](7)
 • Bækur frá Norðurlöndum* [2.500 kr.](8)
 • Bækur frá erlendum söfnum utan Norðurlandanna* [3.800 kr.](9)
 • Ljósrit greina, 1-20 bls.* [1.500 kr.](10)
 • Ljósrit greina, 21 bls. eða fleiri * [2.500 kr.](11)
 • Gjald fyrir rit sem glatast (lágmarksgjald) [8.000 kr.](12)
 • *Nemendur HA greiða hálft gjald fyrir millisafnalán

Plöstun:

 • Plöstun á A4 blaði 100 kr.

Skönnun*:

 • A4 - einstök blöð öðru megin 2 kr.
 • Lágmarksverð fyrir skönnun 100 kr.

* ef starfsmenn skanna fyrir viðkomandi er bætt við 10 kr. á hverja síðu

Ljósritun og prentun*:

 • A4 - einstök blöð öðru megin - sv/hv 10 kr.
 • A4 - einstök blöð báðum megin - sv/hv 15 kr.
 • A3 - einstök blöð öðru megin - sv/hv 20 kr.
 • A3 - einstök blöð báðum megin - sv/hv 30 kr.
 • A4 - einstök blöð öðru megin - í lit 20 kr.
 • A4 - einstök blöð báðum megin - í lit 30 kr.
 • A3 - einstök blöð öðru megin - í lit 40 kr.
 • A3 - einstök blöð báðum megin - í lit 60 kr.

* ef starfsmenn prenta [og ljósrita](13) fyrir viðkomandi er bætt við 10 kr. á hverja síðu

Ofangreind innheimt gjöld nemenda á bókasafni miðast við áætlaðan efnis- og rekstrarkostnað prentara, kostnað vegna korta og prentunar á þau og hefðbundin bókasafnsgjöld svo sem millisafnalán og dagsektir.

1) Breytt með reglum nr. 1394/2018
2) Breytt með reglum nr. 1394/2018
3) Breytt með reglum nr. 1394/2018
4) Breytt með reglum nr. 1394/2018
5) Breytt með reglum nr. 1394/2018
6) Breytt með reglum nr. 1394/2018
7) Breytt með reglum nr. 1394/2018
8) Breytt með reglum nr. 1394/2018
9) Breytt með reglum nr. 1394/2018
10) Breytt með reglum nr. 1394/2018
11) Breytt með reglum nr. 1394/2018
12) Breytt með reglum nr. 1394/2018
13) Breytt með reglum nr. 1394/2018

b. [Þjónustuborð nemendaskrár:](1)

Vottorð:

 • Vottorð til nemenda 300 kr.
 • Námsferilsskrá 1.000 kr.

Símbréf:

 • Símbréf sent frá HA 100 kr.
 • Hvert umfram blað 20 kr.

Nemendur geta nálgast yfirlit yfir námsferil úr kerfinu Uglu án endurgjalds og við brautskráningu fá nemendur afhent brautskráningarskírteini, brautskráningarferil auk viðauka með prófskírteini á íslensku og ensku. Óski nemendur eftir staðfestu yfirliti eða vottorði að auki er innheimt gjald fyrir það. Gjald miðast við áætlaðan prent- og blaðakostnað. Sé óskað eftir gögnum í pósti er póstburðargjald innheimt samkvæmt gjaldskrá Póstsins.

Endurtökupróf:

 • Próftökugjald, endurtökupróf í janúar og júní 6.000 kr.

Verð miðast við kostnað vegna prófumsýslu og prófgæslu.

1) Breytt með reglum nr. 1394/2018

c. Miðstöð náms og starfsráðgjafar:

 • Námsráðgjöf – námskeið
 • Námskeið í námstækni 5.000 kr.
 • Námskeið í kvíðastjórnun 5.000 kr.

Verð miðast við áætlað meðaltalstímakaup námsráðgjafa auk blaða- og prentkostnaðar.

3. Lagastoð og gildistaka

Reglur þessar ásamt viðauka, sem samþykktar voru í háskólaráði 26. maí 2014, eru settar með stoð í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. einnig 30. grein reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009, og taka þegar gildi.

Viðauki

Samkvæmt 24. grein laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla er Háskólanum á Akureyri heimilt að afla sér tekna til viðbótar við fjárveitingar á fjárlögum. Upphæð skrásetningargjalds er ákveðin á grundvelli sömu laga og er kr. 75.000 vegna skólaársins 2014-2015. Með vísan til heimildar í sömu lögum hækkar gjaldið um 15% eftir að skráningarfresti lýkur, enda hafi viðkomandi fengið leyfi til innritunar utan auglýsts skrásetningartímabils.

Skrásetningargjald nær til heils skólaárs en þeir nemendur sem fá heimild til þess að hefja nám á vormisseri greiða 55.000 (samkvæmt 30. grein reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009).

Samkvæmt heimild í 24. grein laga nr. 85/2008 veitir Háskólinn á Akureyri nemendum er búa við örorku eða fötlun 50% afslátt af skrásetningargjaldi gegn staðfestingu á 75% örorkumati.

Samkvæmt heimild í 25. grein laga nr. 85/2008 ver Háskólinn á Akureyri ákveðnu hlutfalli innheimtra skrásetningargjalda til Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) og Félagsstofnun stúdenta (FÉSTA), samkvæmt samningum við viðkomandi félög.

Ráðstöfun skrásetningargjalds - kostnaðarliðir

Skrásetningargjald er bókfært á yfirstjórn í samræmi við fjárlög. Innheimtu skrásetningargjaldi er ráðstafað á eftirfarandi kostnaðarliði (sjá a. til j. hér fyrir neðan) sem falla undir gjaldið samkvæmt 2.mgr. 24. gr. laga nr. 85/2008, þ.e. vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur sem ekki telst til kennslu og rannsóknastarfsemi (sjá nánar lið b.-g. í 2. grein laganna).

15% viðbótargjald á skrásetningargjöld utan skrásetningartímabils er ætlað til að mæta aukinni vinnu og kostnaði vegna innritunar utan hefðbundins skrásetningartímabils (sbr. lið a) í grein 1). Áætlað er að slík tilvik kosti að meðaltali um tveggja klst. vinnu.

  1. Kynningarstarf. Auglýsingar til kynningar á Háskólanum á Akureyri og námsframboði, 50% af bókfærðum útgjöldum Markaðs- og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri vegna auglýsinga, kynninga og prentunar á kynningarefni.
  2. Þjónustuborð nemendaskrár, alþjóðasvið, námsráðgjöf, prófaumsýsla, þjónusta skrifstofustjóra. Áætluð gjöld (35%) af launakostnaði starfsfólks Þjónustuborðs nemendaskrár, Miðstöð alþjóðasamskipta, Miðstöðnáms- og starfsráðgjafar og skrifstofustjóra fræðasviða HA.
  3. Bókasafn og upplýsingaþjónusta. Aðgangur að bókasafni, lesaðstöðu og gagnasöfnum, áætluð gjöld (25%) af rekstri Bókasafns og upplýsingaþjónustu.
  4. Skráningarkerfi. Áætluð gjöld vegna starfsmanna er annast skráningar í Uglu og meðhöndlun skráningarupplýsinga.
  5. Útsend gögn til umsækjenda/nýnema. Að jafnaði áætluð 2 bréf til hvers umsækjanda, 345 kr. pr.bréf (blaða-, prent-, og póstkostnaður).
  6. Nýnemadagar. Kostnaður vegna undirbúnings og leiðsagnar við móttöku nýnema á „Nýnemadögum“ í upphafi haustmisseris.
  7. Aðgangskort. Áætlaður kostnaður vegna nemendaskírteina / aðgangskorta, 2.000 kr. pr. kort.
  8. Aðgangur að tölvukerfi. Áætlaður kostnaður vegna aðgangs nemenda að tölvukerfi HA.
  9. Yfirstjórn og aðstaða. Reiknuð hlutdeild (12%) í launakostnaði starfsfólks yfirstjórnar auk hlutdeildar (12%) í rekstrarkostnaði húsnæðis að Sólborg og á Borgum.
  10. Framlög til samtaka stúdenta. Bókfærð gjöld - framlag til Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA). Samkvæmt samningi HA og SHA fær SHA hlutdeild í innheimtum skrásetningargjöldum. Bókfærð gjöld - framlag til Félagsstofnunar stúdenta (FÉSTA). Samkvæmt samningi HA og FÉSTA fær FÉSTA hlutdeild í innheimtum skrásetningargjöldum.