Tugir sóttu vinnustofu varðandi málefni norðurslóða

Undirbúningur hafinn fyrir Arctic Circle 2026
Tugir sóttu vinnustofu varðandi málefni norðurslóða

Þann 15. janúar hélt Norðurslóðamiðstöð Íslands vinnustofu um gerð tillagna að málstofum fyrir Arctic Circle Assembly. Stúdentar og starfsfólk tóku þátt í tveggja tíma vinnustofu þar sem áherslan var á að ræða mögulegar hugmyndir að málstofum fyrir Arctic Circle og efla færni í gerð tillagna.

Næstum 30 þátttakendur tóku þátt í vinnustofunni þar sem fjallað var um fjölbreytt málefni norðurslóða þvert á fræðasvið HA. Þátttakendur unnu saman í hópum, skoðuðu þverfagleg sjónarhorn, fengu leiðsögn við mótun tillagna, og kynntu hugmyndir sínar í lok vinnustofunnar. Skipuleggjendur og þátttakendur náðu að skapa stuðningsríkt umhverfi þar sem þátttakendur gátu rætt sín á milli, deilt hugmyndum og öðlast meira sjálfstraust í að þróa áhugaverðar málstofur.

Norðurslóðamiðstöð Íslands mun áfram styðja þá sem hyggjast senda inn tillögur að málstofum á Arctic Circle Assembly með því að bjóða upp á handleiðslu við frekari þróun hugmynda.