Áhrif rafrænna samskipta á mörkin milli vinnu og einkalífs sveitarstjóra - Er þörf fyrir stefnumótun og menningarlega umbreytingu?

21. maí 2025 kl. 12:00
Sverrir Bergmann Magnússon kynnir lokaverkefni sitt til MS gráðu í stjórnun

Öll velkomin á opna kynningu á lokaverkefni til MS prófs í stjórnun við Viðskiptadeild! 

Sverrir Bergmann Magnússon lauk BS prófi í viðskiptafræði árið 2018 og er að ljúka MS prófi í stjórnun frá Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri vorið 2025. Meistaraverkefnið ber heitið: Áhrif rafrænna samskipta á mörkin milli vinnu og einkalífs sveitarstjóra. Er þörf fyrir stefnumótun og menningarlega umbreytingu? og var unnið undir handleiðslu Dr. Hjördísar Sigursteinsdóttur dósents við Viðskiptadeild HA og Dr. Auðbjargar Björnsdóttur forstöðumanns KHA.

Í verkefninu rannsakar Sverrir hvernig rafræn samskipti hafa áhrif á mörkin milli vinnu og einkalífs sveitarstjóra á Íslandi. Markmiðið er að kanna hvort að reglusetning og breyting á lagalegri og menningarlegri umgjörð geti verið verkfæri til þess að bæta úr þeim ágöllum sem fylgja notkun rafrænna samskipta beint og óbeint í vinnutíma sem og í einkalífi.

  • Kynningin fer fram í stofu M102 og verður einnig streymt frá henni hér.

Smelltu hér til að tengjast streymi

Öll velkomin!