23. maí 2025 kl. 12:00
Ólöf María Stefánsdóttir kynnir lokaverkefni sitt til MS gráðu í stjórnun
Öll velkomin á opna kynningu á lokaverkefni til MS prófs í stjórnun við Viðskiptadeild!
Ólöf María Stefánsdóttir lauk BS prófi í viðskiptafræði árið 2022 og er að ljúka MS prófi í stjórnun frá Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri vorið 2025. Meistaraverkefnið ber heitið: Hvaða áskoranir standa stjórnendur frammi fyrir í fjarvinnuumhverfi? - Hvaða aðferðir stuðla að árangursríkri stjórnun í slíku umhverfi? og var unnið undir handleiðslu Dr. Hjördísar Sigursteinsdóttur dósents við Viðskiptadeild.
Rannsóknin fjallar um stjórnun í fjarvinnuumhverfi og hvernig breytt vinnufyrirkomulag hefur áhrif á dagleg störf stjórnenda. Sjónum er beint að þeim þáttum sem móta stjórnunarhætti þegar starfsfólk vinnur utan hefðbundins vinnustaðar, þar á meðal samskiptum, trausti, frammistöðumati og tækninotkun. Markmið rannsóknarinnar er að greina þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir í fjarvinnuumhverfi og hvaða aðferðir stuðla að árangursríkri stjórnun við slíkar aðstæður.
- Kynningin fer fram í stofu M102 og verður einnig streymt frá henni á Zoom
Smelltu hér til að tengjast streymi
Öll velkomin!