Áttavitinn

26. nóvember 2025 kl. 15:00-16:00
Nýsköpunarráðgjöf

Opinn tími!

Svava Björk, verkefnastjóri frumkvöðla og nýsköpunar, og Silja Rún, verkefnastjóri námssamfélags, taka á móti stúdentum og starfsfólki til Áttavitasamtals þar sem þær veita ráðgjöf á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja:

  • Þróa hugmynd eða fá aðra sýn á hana
  • Ræða næstu skref í frumkvöðla- eða nýsköpunarverkefni
  • Fá leiðsögn um stuðning, tækifæri og úrræði innan háskólans
  • Vilja vita meira um Gulleggið

Opinn tími

Svava og Silja taka vel á móti öllum stúdentum og starfsfólki HA í opnum tíma miðvikudaginn 26. nóvember milli klukkan 15 og 16 í Miðborg!

Áttavitinn er ráðgjafaþjónusta Drift EA, sjá nánar hér.

Öll velkomin!