Ekkert um okkur án okkar

29. október 2024 kl. 11:00-12:00
Félagsvísindatorg

Öll velkomin á Félagsvísindatorg!

Að þessu sinni mun Andy Hill, lektor við Félagsvísindadeild flytja erindið:

Ekkert um okkur án okkar (e. Nothing About Us Without Us)

  • Torgið fer fram á ensku í stofu M101

Í hefðbundnum rannsóknum eru einstaklingar með fötlun oft rannsóknarefnið en ekki hluti af rannsóknarteyminu. Í þessu erindi verður sjónum beint að þátttökurannsóknum þar sem lögð er áhersla á samvinnu, valdeflingu og þátttöku. Erindið er byggt á doktorsverkefni Andy og mun hann í þessu erindi ræða hvernig einstaklingar með fötlun geta tekið virkan þátt í rannsóknarferli og haft áhrif á aðferðir og niðurstöður. Rætt verður um siðferðisleg og hagnýt atriði þátttökurannsókna og hvernig þær geta stuðlað að valdeflingu og félagslegum breytingum.

Andy Hill starfaði í meira en 30 ár hjá bresku her- og lögregluþjónustunni áður en hann hóf kennsluferil sinn árið 2002. Hann hefur verið lektor við Félagsvísindadeild síðan árið 2017. Andy er greindur með lesblindu og ADHD og brennur fyrir þátttökurannsóknum og menntun án aðgreiningar.

Smelltu hér til að taka þátt í streymi

Öll velkomin!