5. desember 2023 kl. 14:00-16:00
Málþing um dómstólakafla stjórnarskrárinnar
Forsætisráðuneytið stendur fyrir málþingi um dómstólakafla stjórnarskrárinnar í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Á málþinginu verður fjallað um greinargerð Hafsteins Þórs Haukssonar, dósents við Lagadeild Háskóla Íslands, um dómstólakafla stjórnarskrárinnar og mögulegar breytingar á honum.
Málþingið fer fram í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri auk þess sem streymt verður frá því á Zoom.
Streymi
Dagskrá
- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
- Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við Lagadeild HÍ
- Sigurður Örn Hilmarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands
Pallborðsumræður
- Eiríkur Elís Þorláksson, forseti Lagadeildar HR
- Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Lagadeild HA
- Sunna Axelsdóttir, héraðsdómslögmaður
- Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins
- Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins
Fundarstjóri verður Ingibjörg Ingvadóttir, aðjúnkt við Lagadeild HA.
Öll velkomin!