Fiskveiðar og þjóðarhagur

Ráðstefna í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótar á viðskipta- og raunvísindasviði.

Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri veitir Rögnvaldi Hannessyni prófessor emeritus við háskólann í Bergen heiðursdoktorsnafnbót á sviði auðlindahagfræði.

Í tilefni af veitingu heiðursnafnbótarinnar verður haldin ráðstefna á sviði sjávarútvegs við Háskólann á Akureyri föstudaginn 18. janúar 2019 kl. 11.40-15.00. Í framhaldi af henni verður blásið til hátíðar í hátíðarsal skólans kl. 16.00-17.00 þar sem Rögnvaldi verður veitt heiðursdoktorsnafnbót.

Skráning hér

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Fiskveiðar og þjóðarhagur” og þar mun Rögnvaldur ásamt fræðimönnum frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri fjalla um ýmsar rannsóknir á sviði sjávarútvegs svo sem áhrif skipa og veiðarfæra á umhverfið, loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, stærð einstakra fiskistofna, virðiskeðju í sjávarútvegi og ýmislegt fleira. Einnig munu fulltrúar atvinnulífs og félagasamtaka halda erindi um starfsemi í sjávarútvegi.

Dagskrá

11.40-15.00 Fyrirlesarar

  • Rögnvaldur Hannesson Prófessor
  • Eyjólfur Guðmundsson Rektor HA: Hvernig strákur frá Höfn í Hornafirði lagði grunninn að nýrri hugsun um stjórnun fiskveiða
  • Jens Garðar Helgason Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi: Hafsjór tækifæra
  • Freyja Önundardóttir Útgerðarstjóri Önundar ehf. og fyrrum formaður kvenna í sjávarútvegi: Konur í sjávarútvegi
  • Daði Már Kristófersson Forseti Félagsvísindasvið HÍ: Síðasta þorskastríðið – saga aflareglu í þorski
  • Stefán Gunnlaugsson Dósent HA: Þróun á auðlindarentu í íslenskum sjávarútvegi
  • Hreiðar Valtýsson Lektor HA: Mun íslenskur sjávarútvegur græða á hlýnun sjávar?

Hádegishlé (léttar veitingar) verður kl. 12.30.

16.00 – 17.00 Veiting heiðursdoktorsnafnbótar 

17.00 – 18.00 Léttar veitingar

Ráðstefnustjóri: Hilda Jana Gísladóttir

Ráðstefnan er öllum opin endurgjaldslaust