Frá úrgangi til verðmæta: Rannsókn á fjárhagslegri hagkvæmni aukaafurðaverksmiðju á Bakka, Húsavík

4. júní 2025 kl. 14:00-15:00
Sigurjón Þórsson kynnir lokaverkefni sitt til MS gráðu í viðskiptafræði

Velkomin á opna kynningu á lokaverkefni til MS prófs í viðskiptafræði við Viðskiptadeild!

Sigurjón Þórsson lauk BSc prófi í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík 2015 og er að ljúka MS prófi í viðskiptafræði frá Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri vorið 2025. Meistaraverkefnið var ritað á ensku undir nafninu: From Waste to Value: Financial Feasibility Research of a By-Product Processing Facility at Bakki, Húsavík, og var það unnið undir handleiðslu Dr. Kjartans Sigurðssonar, lektors við Viðskiptadeild HA.

Verkefnið verður kynnt hins vegar á íslensku og nafn erindisins er: Frá úrgangi til verðmæta: Rannsókn á fjárhagslegri hagkvæmni aukaafurðaverksmiðju á Bakka, Húsavík.

Í verkefninu rannsakar Sigurjón fjárhagslega hagkvæmni þess að setja upp verksmiðju á Bakka nálægt Húsavík til vinnslu aukaafurða frá kísilmálmverksmiðju PCC BakkaSilicon. Markmiðið er að kanna hvernig mismunandi fjárhagslegar sviðsmyndir hafa áhrif á mögulega arðsemi fjárfestingarinnar, og hvort umbreyting úrgangs í markaðshæfar brikkettur sé raunhæfur kostur, ekki aðeins út frá fjárhagslegu heldur einnig umhverfislegu sjónarhorni. Rannsóknin sýnir fram á hvernig samþætta má umhverfislegan ávinning inn í hefðbundinn fjárhagslegann ramma og hvernig kerfisbundin greining á viðmiðunarmörkum getur stutt við ákvarðanatöku, þrátt fyrir takmarkaðar upplýsingar.

Öll velkomin!