Fullveldishátíð: Dagur stúdenta

1. desember 2023 kl. 11:20-11:40
Fögnum fullveldi Íslands og degi stúdenta

Venju samkvæmt verður Fullveldisdegi Íslands fagnað við Háskólann á Akureyri. Þessi dagur, 1. desember, er einnig tileinkaður stúdentum á Íslandi.

Þennan dag mun Jólalest HA ferðast um húsnæði háskólans með það að markmiði að minna á mikilvægi Fullveldisdags Íslands og að gleðja stúdenta og starfsfólk háskólans.

Þá höldum við í hefðirnar og hringjum Íslandsklukkunni kukkan 11:20 — öll velkomin

Elín Díanna Gunnarsdóttir, starfandi rektor HA mun flytja stutt ávarp og Sólveig Birna Elísabetardóttir, forseti Stúdentafélags Háskólans á Akureyri mun hringja Íslandsklukkunni 23 högg.