Háskóladagurinn í Reykjavík

Hlökkum til að taka á móti þér á neðri hæð háskólatorgs HÍ!

Háskóladagurinn 2024 fer fram laugardaginn 2. mars

Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð sem í boði er á Íslandi. Fulltrúar Háskólans á Akureyri verða að sjálfsögðu á staðnum að kynna námsframboð háskólans á neðri hæð háskólatorgs í Háskóla Íslands.

Á staðnum geta gestir spjallað við sérfræðinga frá öllum námsleiðum grunnnáms, bæði stúdenta og starfsfólk. Einnig mun Hildur vera á staðnum til að svara öllum spurningum um skiptinám, ásamt náms- og starfsráðgjafar. Fríður flokkur stúdenta mun taka vel á móti gestum, fremst í flokki er Silja Rún kynningarfulltrúi SHA: „Ég man eftir því sjálf að koma á Háskóladaginn og drekka í mig fróðleik um spennandi námsleiðir og tækifæri sem biðu mín. Án Háskóladagsins hefði ég líklegast ekki fengið að vita af þeim öllum! Ég er mjög spennt að taka þátt í deginum núna sjálf og svo vera með svipaða stemmingu í HA í næstu viku.“

Það er um að gera fyrir alla áhugasama um háskólanám að nýta sér þennan dag og kynna sér allt framboðið!

Við tökum vel á móti ykkur - Velkomin í HA!

Háskóladagurinn á ferð og flugi

Háskóladagurinn verður síðan á Egilstöðum 7. mars og í Háskólanum á Akureyri 8. mars milli kl. 11 og 14.

Stúdent kynnir kennarafræði fyrir gestum

Áslaug Arna fær kynningu á lögreglufræði

Gestir gátu fengið kynningu á skiptinámi frá HAÁhugasamir gestir um sjávarútvegsfræði

Lítill drengur spjallar við lögreglumann