Heilabrot - Nýsköpunarstofa

12. júní 2025 kl. 12:00-18:00
Heilabrot - Nýsköpunarstofa í heilbrigðis- og velferðarmálum á Norðurlandi
Heilabrot er nýsköpunarstofa þar sem þátttakendur takast á við raunverulegar áskoranir í heilbrigðis- og velferðarmálum. Unnið er í teymum að hugmyndum og lausnum sem geta bætt þjónustu, aðgengi og lífsgæði – með stuðningi sérfræðinga úr geiranum.
 
Á viðburðinum fara þátttakendur í gegnum skapandi og markvisst nýsköpunarferli sem endar á kynningu hugmynda fyrir dómnefnd. Veitt verða verðlaun fyrir áhugaverðustu og frumlegustu lausnirnar.
 
Þetta er fyrsta nýsköpunarstofa sinnar tegundar, haldin á vegum Drift EA og Háskólans á Akureyri.
 
? Heilabrot – Nýsköpunarstofa
Taktu þátt í að móta lausnir sem skipta máli!
Öll velkomin!
 
Hvenær 12. júní milli kl 12-18
 
Dagskrá:
12:00-13:00: Heilafóður og veitingar
13:00-17:00: Brjótum heilann í markvissri lausnaleit
17:00-18:00: Kynningar
 
Að Heilabroti standa:
Læknastofa Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK), Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Veltek, Þula, Landlæknisembættið, Háskólinn á Akureyri, Artic Therapeutics, Pharmartica, Heilsuvernd og Drift EA.