Hvar verða næstu jarðgöng?

Opin málstofa í Viðskiptadeild um skoðun jarðgangakosta á Íslandi

Öll velkomin á opna málstofu í Viðskiptadeild, fimmtudaginn 30. mars kl. 12:10 í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri.

Í þessari málstofu verður fjallað um nýlega greiningu sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði á jarðagangakostum á Íslandi í vegagerð. Greiningin var gerð fyrir Vegagerðina og var viðamikil og hófst hún árið 2021 en lauk nýlega. Voru í henni skoðaðir 22 jarðgangakostir og þeir greindir með fjórum mælikvörðum: arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun. Farið verður stuttlega yfir forsendur matsins í hverjum flokki fyrir sig. Þá verður stiklað yfir helstu jarðgangakostina. Að lokum er settur fram samanburður á öllum jarðgangakostunum.

Að erindinu loknu verða fyrirspurnir og umræður. 

Flytjendur erindis:

  • Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA). Hann er með meistaragráðu í landfræði og hefur langa reynslu í rannsóknarverkefnum er varða samgöngur, samfélagsáhrif og fleira.
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Hann er með BS próf í eðlisfræði og meistarapróf í hagfræði. Jón Þorvaldur hefur komið að fjölda rannsókna á samgöngu- og byggðamálum. 

Öll velkomin!