Kemur Gulleggið heim í HA í ár?
Gulleggið er stærsta nýsköpunarkeppni landsins og verður hún haldin í 18. skipti í febrúar 2025.
Kynningarfundur um Gulleggið verður haldinn á Strikinu á Akureyri miðvikudaginn 2. október, kl. 17:00.
Viðburðurinn er opinn öllum og léttar veitingar eru í boði!
Verkefnastjóri Gulleggsins mun kynna keppnina og mun standa til boða að taka þátt í happdrætti, þar sem hægt er að vinna flug til Reykjavíkur til þess að mæta á Vísindaferð Gulleggsins - stærstu vísindaferð landsins!
- Masterclass Gullegsins er opið öllum, með eða án hugmyndar.
- Við hvetjum alla sem hafa áhuga á nýsköpun að taka þátt.
- Masterclass Gulleggsins verður haldinn helgina 25.-26. janúar, en það er opið og frítt tveggja daga námskeið í nýsköpun og stofun sprotafyrirtækja.
- Masterclassinn samanstendur af vinnusmiðjum og fyrirlestrum, þar sem fjöldi reyndra frumkvöðla og sérfræðinga aðstoðar frumkvöðla við sín fyrstu skref.
- Masterclass Gulleggsins verður einnig haldinn á Akureyri, þar sem hann verður í beinu streymi og fulltrúi frá KLAK verður á staðnum til aðstoðar, t.d. við undirbúning umsóknar í lokakeppnina.
- Hugmyndahraðhlaup Háskólanna verður svo haldið í fyrsta skipti helgina 4.-5. janúar. Viðburðurinn verður opinn öllum háskólanemum landsins og er tækifæri til þess að finna sér teymi og þróa nýsköpunarhugmynd innan öflugs stuðningsumhverfis - sem má svo senda inn í Gulleggið.
- Lokakeppni Gulleggsins verður haldin 14. febrúar, þar sem Topp 10 teymin keppast um að sigra Gulleggið!
Hlökkum til að sjá þig!