Microbial Interactions with PET Plastic: Stress Responses, Oxidative Stress, and Biodegradation Potential

26. maí 2025 kl. 14:00
Kynning á meistaraverkefni við Auðlindadeild

Radek B. Dudziak lauk BS prófi í heilbrigðislíftækni árið 2018 og er að ljúka MS prófi í auðlindafræðum með áherslu á líftækni frá Auðlindadeild Háskólans á Akureyri vorið 2025. Meistaraverkefnið ber heitið Microbial Interactions with PET Plastic: Stress Responses, Oxidative Stress, and Biodegradation Potential og var unnið undir handleiðslu Gustavo Graciano Fonseca og Margrétar Auðar Sigurbjörnsdóttur.

Í verkefninu rannsakar Radek hvernig bakteríur eins og Lysinibacillus boronitolerans og Ideonella sakaiensis geta haft áhrif á og tekið þátt í niðurbroti plastefna eins og PET. Sérstök áhersla er lögð á hvernig slíkar bakteríur bregðast við álagi og hvernig þær hafa áhrif á niðurbrot plasts. Markmiðið er að auka skilning á því hvernig nýta megi lífefnafræðileg ferli örvera til að stuðla að umhverfisvænni meðhöndlun á plasti í framtíðinni.

Öll hjartanlega velkomin!