Varðberg, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar boða til opins fundar miðvikudaginn 28. maí, 2025, kl. 15:00–17:00, um Norðurslóðir í breyttum heimi og öryggismál í nýju alþjóðasamhengi!
Aukin spenna í alþjóðamálum hefur haft mikil áhrif á þróun mála á Norðurslóðum. Ríki sem þar eiga hagsmuna að gæta þurfa bæði að fylgjast vel með og vera reiðubúin að bregðast við örum vendingum á svæðinu. Á meðan hnattræn hlýnun ógnar umhverfi og samfélögum – og opnar skipaleiðir – þá hefur innrásarstríð Rússa í Úkraínu leitt til þess að vonir um friðsæl samskipti á Norðurslóðum hafa dvínað verulega.
Sjónum verður beint að áhrifum stóraukinnar alþjóðlegrar togstreitu á málefni Norðurslóða, einkum með tilliti til örra loftslagsbreytinga, aukins hernaðarlegs mikilvægis svæðisins og hagsmuna Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, ávarpar ráðstefnuna.
- Fundurinn fer fram í stofu M101 í Háskólanum á Akureyri og einnig verður hægt að taka þátt í gegn um streymi.
Smelltu hér til að tengjast streymi
Ávörp
Upphafsorð: Davíð Stefánsson, formaður Varðberg
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra
- Dr. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri
- Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor Háskólinn á Bifröst
- Dr. Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri og við Ilisimatusarfik (Háskólinn á Grænlandi)
- Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vinnuhóps Norðurskautaráðsins um verndun hafsins (PAME)
- Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra norðurslóðamála utanríkisráðuneytisins
- Lokaorð: Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir rektor Háskólans á Akureyri
Fundarstjóri: Friðrik Þórsson, verkefnastjóri Norðurslóðanets Íslands (IACN)
Skráning
Fundurinn er opinn en skráning þátttöku er nauðsynleg.
Smelltu hér til að skrá þig
Mikilvægt er að mæta tímanlega í ljósi takmarkaðs sætafjölda. Húsið opnar kl. 14:30 og viðburður hefst kl. 15:00.
Öll velkomin!