Stúdentar á lokaári í BS námi í iðjuþjálfunarfræði kynna nýsköpunarverkefni sín
Öll velkomin á árlegan kynningardag Iðjuþjálfunarfræðideildar þar sem stúdentar á lokaári í BS námi í iðjuþjálfunarfræði munu kynna nýsköpunarverkefni sín.
Viðburðurinn fer fram í stofu M101 í Háskólanum á Akureyri og verður einnig streymt frá kynningunum hér.
Dagskrá
10:00-11:45
10:00-10:10 Í upphafi dags
Þóra Leósdóttir, formaður Iðjuþjálfafélags Íslands
10:15-10:25 Hugleiðing um nýsköpun í námi fagfólks í heilbrigðis -og velferðarþjónustu
Bárður Örn Gunnarsson, fulltrúi kennarateymisins í NSK0112
10:30-10:45 Drífa: Stafræn lausn fyrir börn sem sækja sérhæfða þjónustu
Birna María Guðlaugsdóttir, Írena Dís Tórshamar, Maríanna Eva Abelsdóttir, Særún Birta Valsdóttir og Wiktoria Anna Darnowska
10:50-11:05 Kveikjan: Iðjumiðuð þjónusta fyrir fólk með áfengis- og fíknivanda
Ásdís Lilja Arnarsdóttir, Díana Rós Brynjudóttir, Marta Karen Vilbergsdóttir og Ragnhildur Rún Vilmundardóttir
11:10-11:25 Sporin okkar: Stafræn lausn til að halda utan um þroskaferli barna
Kolbrún Ása Björgvinsdóttir, María Skúladóttir, Petra Waage, Sigrún Jóhannsdóttir og Þyrí Ásta Guðbergsdóttir
11:30-11:45 Bjarminn: Endurhæfingarheimili fyrir unga karlmenn sem lokið hafa afplánun dóms
Berglind Björk Guðmundsdóttir, Elísabet Pétursdóttir, Ína Ösp Úlfarsdóttir Aspar, Lilja Margrét Óskarsdóttir og Nana Daðey Haraldsdóttir
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:45
12:30-12:45 Iðjubilið: Félagsstarf fyrir karlmenn á eftirlaunum
Erla Guðrún Hrafnsdóttir, Karólína Pálsdóttir, Lilja Dögg Hjaltadóttir og Nína María Arnarsdóttir
12:50-13:05 Rökkurljós: Stuðningsúrræði fyrir börn fanga
Alberta Runný Aðalsteinsdóttir, Guðný Ósk Árdal Sveinbjörnsdóttir, Silvía Kristjánsdóttir og Þórunn Torfadóttir
13:10-13:25 Björtu Hliðarnar: Endurhæfingarúrræði fyrir fólk með langvinna verki
Guðný Sigurgeirsdóttir, Karlotta K. Bridde, Náttrún Barbara Kaaber og Sigrún Erna Þorgeirsdóttir
13:30-13:40 Í lok dags – Framtíð nýsköpunar í Háskólanum á Akureyri
Kjartan Sigurðsson, lektor við Viðskiptadeild og formaður fagráðs frumkvöðla og nýsköpunar við HA
13:40-13:45 Slit
Ósk Sigurðardóttir og Bergljót Borg, kennarar í námskeiðinu NSK0112
Öll velkomin!