Nýsköpunarkaffi

27. maí 2025 kl. 10:00-10:45
Mánaðarlegt óformlegt spjall um nýsköpun og frumkvöðlastarf

Ræðum saman um nýsköpun og frumkvöðlastarf í Háskólanum á Akureyri!

HA og Drift EA standa fyrir mánaðarlegu kaffispjalli um nýsköpun og frumkvöðlastarf. Öll velkomin í Nýsköpunarkaffið í maí mánuði!

Nýsköpunarkaffið fer fram í stofu K201 - gengið er inn um aðalinnganginn á Sólborg, upp á aðra hæð og inn ganginn til vinstri.

Fyrir hverja:

  • Frumkvöðla
  • Áhugafólk um nýsköpun
  • Forvitna
  • Íbúa á Norðurlandi
  • Starfsfólk og stúdenta HA
  • Þig!

Stutt dagskrá og svo óformlegt spjall yfir kaffisopa:

  • Verkefnastjóri nýsköpunar og frumkvöðla HA fer stutt yfir verkefnin framundan
  • Silja Jóhannesar Ástudóttir, samskiptastjóri HA gefur okkur innsýn inn í "fyrra líf" sem frumkvöðull. „Verkefnið sem liggur í dvala - lærdómur og góð ráð eftir ævintýrið í kringum frumkvöðlafyrirtækið Yl“

Facebook viðburður

Öll velkomin!