Nýsköpunarkaffi

26. ágúst 2025 kl. 10:00-11:00
Mánaðarlegt óformlegt spjall um nýsköpun og frumkvöðlastarf

Ræðum saman um nýsköpun og frumkvöðlastarf í Háskólanum á Akureyri!

HA og Drift EA standa fyrir mánaðarlegu kaffispjalli um nýsköpun og frumkvöðlastarf. Öll velkomin í fyrsta Nýsköpunarkaffi haustmisseris! 

Nýsköpunarkaffið fer fram í Háskólanum á Akureyri, á Kaffi Borg, í mötuneyti háskólans.

Fyrir hverja:

  • Frumkvöðla
  • Áhugafólk um nýsköpun
  • Forvitna
  • Íbúa á Norðurlandi
  • Starfsfólk og stúdenta HA
  • Þig!

Stutt dagskrá og svo óformlegt spjall yfir kaffisopa:

Við eigum von á góðum gestum frá vinum okkar og samstarfsaðilum á Húsavík. Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri hjá Hraðnum – miðstöð nýsköpunar, mun segja okkur frá stórviðburðinum Hönnunarþing, sem fram fer í september, Krubb hugmyndahraðhlaupinu, nýsköpun á svæðinu og því sem þau eru að fást við dag frá degi.

Stefán er vöruhönnuður af lífi og sál og mun einnig deila hagnýtum ráðum um hvernig við getum eflt sköpunarkraftinn í daglegu lífi okkar.

Öll velkomin!