Opnun sýningarinnar Kona í röndóttum topp með veski í stíl

Sýning á Bókasafni HA með verkum eftir Ástu Báru Pétursdóttur.

Sýningin Kona í röndóttum topp með veski í stíl með verkum eftir Ástu Báru Pétursdóttur opnar fimmtudaginn 23. mars kl. 16 á Bókasafni Háskólans á Akureyri.

Innblástur í verkum Ástu Báru er mannlif líðandi stundar með dass af fantasíu og gleði.

Léttar veitingar í boði.

Ásta Bára Pétursdóttir býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist af Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri árið 2009. Síðustu ár hefur Ásta Bára aðallega verið að mála með akrýl þar sem viðfangsefni málverkana hefur verið hið daglega líf fólks og athafnir þess, sem og einstaka köttur.

„Athafnir fólks er óendanleg uppspretta myndefnis sem gaman er að leika sér með, s.s. með því að teygja og toga líkama á málverkunum eins og hentar hverri mynd. Oft er ekkert myndefni fyrirfram ákveðið en það endar alltaf í einhverju skemmtilegu og óvæntu. Tvöfalt andlit gæti t.d. verið vísun í margt, eins og hvað við sem manneskjur erum uppteknar af öllu í umhverfi okkar að stundum gleymist persónan sem við erum svo sannarlega með þá stundina,“ segir Ásta Bára

Litagleði og kímni einkenna myndirnar sem eru eingöngu málaðar til að gleðjast og njóta þess að fara með ímyndunaraflið í ferðalag.

Öll verkin eru til sölu og geta áhugasamir haft samband við Ástu Báru beint.

 

Facebook: Myndlist_ÁB

Instagram: @astabara

 

Opnunartími bókasafnsins er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 8-16 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8 – 18. Lokað um helgar.