Snjallræði - opinn kynningarfundur

13. ágúst 2025 kl. 12:00-13:00
Langar þig að hafa jákvæð áhrif á samfélagið? Viltu þróa lausnir sem skipta máli?
Langar þig að hafa jákvæð áhrif á samfélagið? Viltu þróa lausnir sem skipta máli?
 
Snjallræði er 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) sem styður við öflug teymi sem brenna fyrir lausnum á áskorunum samtímans og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
 
Komdu á opinn kynningarfund í Grósku þar sem þú færð innsýn í hvernig Snjallræði styður við þína hugmynd með stuðningi leiðandi sérfræðinga og öflugra bakhjarla.
 
✨ Kynning á Snjallræði – hvernig við vinnum að samfélagslegum lausnum með stuðningi reynslumikilla ráðgjafa.
? Reynslusögur þátttakenda – fyrrverandi þátttakendur segja frá sinni vegferð, áskorunum og árangri.
?️ Undirritun samstarfssamnings bakhjarla – mikilvægur áfangi í áframhaldandi uppbyggingu Snjallræðis.
 
Kynningarfundinum verður streymt.
 
? Sérstakir gestir:
?Haukur Hafsteinsson, yfirverkfræðingur hjá Marel
?Svafa Grönfeldt, prófessor við MIT og stofnandi DesignX
?Íris Edda Nowenstein, lektor og stofnandi Alda
 
Komdu og taktu þátt í samfélagi sem trúir á nýsköpun, áhrif og samvinnu!