Vísindadagur Sjúkrahússins á Akureyri

Vísindadagar SAk verður haldinn í samvinnu við HHA fimmtudaginn 24. september.

Vísindadagur Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) verður haldinn í samvinnu við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri (HHA) fimmtudaginn 24. september.

Á Vísindadeginum verða rannsóknir starfsmanna SAk og HHA kynnt auk þess sem veggspjöld er lýsa niðurstöðum rannsókna/verkefna verða til sýnis.

Þeir sem hafa áhuga á því að kynna rannsóknir/verkefni á Vísindadeginum, annaðhvort með fyrirlestri eða veggspjaldi, eru hvattir til að senda umsókn á netfangið laufeyh@sak.is ekki síðar en 31. maí 2020.

Laufey Hrólfsdóttir, forstöðumaður deildar mennta og vísinda (laufeyh@sak.is) veitir frekari upplýsingar ef þörf krefur.