Námslínan verður ekki í boði skólaárið 2020-2021.

Kennaranám á íþróttakjörsviði veitir þér sérhæfingu til kennslu í íþróttum auk undirstöðu til að sinna almennri kennslu.

Kennaranám HA til BEd-gráðu veitir traustan undirbúning til starfa í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Aðrar námsleiðir:

Er námið fyrir þig

  • Hefur þú áhuga á íþróttum?
  • Viltu starfa með börnum og unglingum?
  • Viltu geta kennt bæði íþróttir og sinnt almennri kennslu?

Áherslur námsins

Nám til BEd-prófs í kennarafræðum er fyrri hluti fimm ára náms til MEd-prófs, sem gefur þér kennsluréttindi.

Fyrsta árið í BEd-náminu er að mestu sameiginlegt öllum kennaranemendum. Á öðru ári taka nemendur íþróttakjörsviðs nokkur sérhæfð námskeið en á þriðja ári verður sérhæfingin enn meiri þar sem aðallega eru kennd vettvangstengd íþróttanámskeið. 

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.

Möguleikar að námi loknu

Markmið námsins er að veita nemendum alhliða innsýn í kennarafræði.

Nám til BEd-prófs veitir ekki sérstök starfsréttindi en það er mikilvægur undirbúningur fyrir frekara nám til kennsluréttinda. Menntunin nýtist vel í störfum innan menntakerfisins og á almennum vinnumarkaði. Nemendur á íþróttakjörsviði fá réttindi til að sinna íþrótta- og sundkennslu í grunnskólum ásamt almennum kennararéttindum.

Námið opnar aðgang að námi í kennarafræðum til MEd-gráðu (kennsluréttindi) eða námi í menntunarfræðum til MA-gráðu.

Félagslífið

Félagslíf er mikilvægur þáttur háskólanáms og er félagslíf nemenda við HA öflugt.

Allir nemendur við háskólann eru í Stúdentafélagi Háskólans á Akureyri (SHA) en einnig er hver deild með sitt nemendafélag. Magister er félag kennaranema og þú getur nálgast nánari upplýsingar um félagið á Facebook.

Inntökuskilyrði

Almenn krafa er að umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi.

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.

Sveigjanlegt nám

Allt grunnnám við Háskólann á Akureyri er sveigjanlegt nám sem þýðir að engu skiptir hvort þú ert staðarnemi eða fjarnemi. Allir fylgja sömu námskránni og námskröfur eru þær sömu.

Flestir hefðbundnir fyrirlestrar eru teknir upp og settir á kennsluvef. Þannig getur þú horft á fyrirlestra þegar þér hentar og eins oft að þú vilt. Þú getur jafnvel hægt eða hraðað á hljóðinu. Okkur þykir samt auðvitað skemmtilegt að sjá þig í kennslustund.

Allir fjarnemar koma nokkrum sinnum á námstímanum í stuttar kennslulotur til Akureyrar þar sem megináhersla er lögð á verkefnavinnu og umræður. Þar gefst þér tækifæri til að hitta kennara, samnemendur og annað starfsfólk háskólans og tengjast enn betur háskólasamfélaginu þínu. 

Á þriðja ári er mikil verkleg íþróttakennsla sem krefst búsetu á Akureyri eða nágrenni.

Hér getur þú lesið meira um sveigjanlega námið og séð hvenær námslotur eru.

Skiptinám

Allir nemendur eiga kost á að taka hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla. Þú færð niðurfellingu á skólagjöldum gestaskólans og greiðir eingöngu innritunargjald í HA. Alþjóðafulltrúi aðstoðar þig við að sækja um námið, húsnæði og nemendastyrk.

Þú getur smellt hér og lesið meira um skiptinám.

 

Umsagnir

Kennarafræðin á íþróttakjörsviði í HA er skemmtileg á þann hátt að hún er bæði bókleg og verkleg. Námið veitti mér sýn á starf kennarans og mikilvægi þess. Ég fékk tækifæri á að prófa og læra um fjölbreyttar íþróttagreinar sem mun koma sér vel í framtíðinni fyrir mig sem íþróttakennara. 

Bryndís Jónsdóttir
þriðja árs nemi á íþróttakjörsviði