Heimskautaréttur
Nám í heimskautaréttir fjallar um þau réttarkerfi sem gilda á Norður- og Suðurheimskautunum, með áherslu á alþjóðalög, réttindi frumbyggja, umhverfisrétt, stjórnarhætti og efnahagslega þætti sem tengjast heimskautasvæðum.
Í stefnu Háskólans á Akureyri fyrir árin 2024–2030 er lögð áhersla á hlutverk háskólans sem norðurslóðaháskóla. Háskólinn er meðal stofnaðila University of the Arctic (UArctic), og samkvæmt Norðurslóðastefnu Íslands (pdf) er Akureyri skilgreind sem miðstöð íslenskrar þekkingar og alþjóðlegrar sérfræðiþekkingar á málefnum norðurslóða. Við Háskólann á Akureyri hefur myndast öflugt þekkingarsetur fyrir málefni norðurslóða þar sem saman koma rannsóknir, menntun, stefnumótun og samstarf.
Málefni norðurslóða
Nám í heimskautaréttir fjallar um þau réttarkerfi sem gilda á Norður- og Suðurheimskautunum, með áherslu á alþjóðalög, réttindi frumbyggja, umhverfisrétt, stjórnarhætti og efnahagslega þætti sem tengjast heimskautasvæðum.
Gestaprófessorsstaða í heimskautafræðum, styrkt af Íslandi og Noregi.
RMF er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Hólum. Markmið miðstöðvarinnar eru að efla rannsóknir á sviði ferðamála, styrkja tengsl háskólastarfs og atvinnulífs og auka þekkingu um ferðamál gegnum innlent og erlent samstarf.
Alþjóðleg rannsóknastofnun um norðurslóðir við Háskólann á Akureyri.
CAFF er miðpunktur líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfaverkefna Norðurskautsráðsins. CAFF vinnur að verndun líffræðilegrar fjölbreytni á norðurslóðum og miðlar niðurstöðum sínum til stjórnvalda og íbúa svæðisins. Markmiðið er að stuðla að starfsháttum sem tryggja sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda á norðurslóðum.
Norðurslóðanet Íslands var stofnað til að hefja, hvetja og styðja við íslenskt og alþjóðlegt samstarf um málefni norðurslóða.
Norðurskautsvísindanefndin (IASC) stuðlar að alþjóðlegu samstarfi og þverfaglegum rannsóknum til að efla vísindalegan skilning á norðurslóðum og áhrifum þeirra á heimsvísu.
Verndun hafumhverfis á norðurslóðum (PAME) er miðlægur vettvangur innan Norðurskautsráðsins fyrir málefni er varða verndun og sjálfbæra nýtingu hafumhverfis á norðurslóðum.
TEA-verkefnið miðar að því að meta hvernig norðurslóðaríki framfylgja alþjóðlegum umhverfissamningum með því að þróa samanburðarhæfan matsramma.
Fulbright Arctic IV tengir saman fræðimenn þvert á fræðasvið og landamæri og stuðlar þannig að langtímasamstarfi á alþjóðavettvangi um helstu áskoranir sem Norðurslóðir standa frammi fyrir í dag.
Samstarfsverkefni sem miðar að því að efla rannsóknir og samráð um aðlögun að loftslagsbreytingum á norðurslóðum.
WAGE – Hagkerfi og félagslegar umbreytingar á norðurslóðum (Arctic Economy and Social Transitions)
Miðstöð norðurslóða á Íslandi er vettvangur fræðilegrar umræðu og samstarfs um málefni norðurslóða — við hvetjum þig til að hafa samband.