Norðurslóðamiðstöð Íslands

Í stefnu Háskólans á Akureyri fyrir árin 2024–2030 er lögð áhersla á hlutverk háskólans sem norðurslóðaháskóla. Háskólinn er meðal stofnaðila University of the Arctic (UArctic), og samkvæmt Norðurslóðastefnu Íslands (pdf) er Akureyri skilgreind sem miðstöð íslenskrar þekkingar og alþjóðlegrar sérfræðiþekkingar á málefnum norðurslóða. Við Háskólann á Akureyri hefur myndast öflugt þekkingarsetur fyrir málefni norðurslóða þar sem saman koma rannsóknir, menntun, stefnumótun og samstarf.