WAGE

Um verkefnið

WAGE rannsóknateymið er leitt af Gérard Duhaime, University of Laval, Quebec.

Aðalrannsakandi fyrir tilviksrannsókn á Suður-Grænlandi: Dr. Joan Nymand Larsen.

Tilviksrannsóknin á Suður-Grænlandi innan WAGE samstarfsins beinir sjónum sínum að félagslegum og efnahagslegan ójöfnuði í Nanortalik, Narsaq og Qaqortoq. Með rannsókninni er leitast við að varpa ljósi á innviði og áskoranir á norðurslóðum sem viðhalda valdaójafnvægi, ójöfnuði og ójafnri dreifingu efnahagslegs ávinnings og kostnaðar. Meginmarkmiðin snúa að greiningu lykiláhrifaþátta að baki efnahagsbreytingum; að rannsaka áhrif dreifingu gæða með hliðsjón af stofnanabreytingum; og að safna gögnum og greina viðhorf heimafólks með áherslu á hagnaðardreifingu og valdaójafnvægi og þau fórnarskipti sem eiga sér stað. Notast er við lýðvísindi (þátttöku almennings í vísindastarfi) við rannsóknina þar sem heimafólk og hagaðilar taka virkan þátt í þekkingarsköpun. Tilviksrannsóknin stuðlar að heildarmarkmiðum WAGE samstarfsins um rannsóknir á núverandi stöðu ójafnaðar og dreifingu auðs og þeim þáttum sem liggja að baki.

SSHRC (Social Sciences and Humanities Research Council of Canada) partnership grant (2021-2026)

Rannsakendur

Birtingar

Vísindagreinar og annað efni má finna á vefsíðu verkefnisins.

Nánari upplýsingar

Fyrir frekari upplýsingar, prófessor Joan Nymand Larsen, jnl@unak.is.