Barnabókasetur

Markmið barnabóksetursins eru að:

  • Stunda rannsóknir og fræðslu um barnabókmenntir og lestur á Íslandi
  • Hvetja til og skapa aðstöðu til rannsókna á barnabókmenntum
  • Miðla þekkingu og upplýsingum um barnabókmenntir á Íslandi og stuðla að sýnileika þeirra í samfélaginu
  • Vinna að framgangi lestrarmenningar meðal barna og ungmenna á Íslandi
  • Efla og treysta innlend og erlend tengsl og taka þátt í alþjóðlegri þekkingarsköpun á fræðasviðinu
  • Standa fyrir málþingum og stuðla að útgáfu fræðilegs efnis á sviðinu

Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri hefur leitt starfsemi Barnabókaseturs.

Fylgstu með barnabókaseti á Facebook

Stofnun barnabókaseturs

Barnabókasetur – rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri var stofnað 4. febrúar 2012. Að barnabókasetri standa auk háskólans:

Hvers vegna barnabókasetur?

Ótal rannsóknir hafa sýnt minnkandi áhuga íslenskra barna og unglinga á bóklestri undanfarin ár og áratugi. Meðal rannsókna sem hafa leitt það í ljós eru:

  • Langtímarannsókn Þorbjörns Broddasonar frá 1968 (enn í gangi)
  • Evrópska ESPAD rannsóknin
  • Fjölþjóðlega PISA rannsóknin
  • Rannsóknir um ungt fólk á Íslandi

Áhugi barna á lestri hefur víðar dregist saman en hérlendis.

Íslensk börn eru undir meðaltali í lesskilningi. Lesskilningur þeirra er minni en barna í þeim löndum sem við berum okkur oftast saman við. Þess vegna telja stofnendur setursins mikilvægt að stunda rannsóknir á þessu sviði.