Engjaskófir og örverulífríki þeirra í hlýnandi loftslagi

Um verkefnið

Verkefnið Engjaskófir og örverulífríki þeirra í hlýnandi loftslagi (Dog lichens and their associated microbiota as indicators of climate warming), sem styrkt er af samstarfssjóði Bretlands og Íslands um norðurslóðarannsóknir (United Kingdom – Iceland Arctic Science Partnership Scheme), snýst um að bera saman örverulífríki og efnamengi fléttna af engjaskófarætt í sambærilegum vistgerðum á Íslandi, Skotlandi og Englandi og draga af þeim samanburði ályktanir um áhrif veðurfars og loftslags á sambýlisörverur og efnaframleiðslu í þessum algengu og mikilvægu fléttum.

Tekin voru 54 sýni úr 12 fléttutegundum af engjaskófarætt í völdum vistgerðum á Íslandi, í Skotlandi og Englandi, m.a. í Glerárdal, í Fjörðum, á Melrakkasléttu, Langanesi, Cairngorm, Dundreggan, Findhorn, Great Langdale og Borrowdale. Degin voru sýnunum bæði erfðaefni og efnaskiptaafurðir, auk þess sem bakteríur með valda efnaskiptaeiginleika eru einangrðar úr sýnunum og teknar til frekari greininga.

Rannsakendur

Verkefnið er unnið undir sameiginlegri stjórn Roberts Jackson, rannsóknaprófessors og sviðsforseta lífvísinda við Háskólann í Birmingham (UoB), og Odds Þórs Vilhelmssonar, prófessors við Auðlindadeild HA. Auk þeirra koma að rannsóknunum dr. Nathan Chrismas, fléttufræðingur við Konunglega grasagarðinn í Edinborg, dr. Auður Sigurbjörnsdóttir, dósent og deildarforseti Duðlindadeildar HA, dr. Diana Vinchira-Villarraga, nýdoktor við UoB, og dr. Natalia Ramírez, nýdoktor við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Malmö.

Auk þeirra vinna nemendur við bæði HA og UoB lokaverkefni innan verkefnisins.