Heilsa, líðan og starfstengd viðhorf starfsfólks íslenskra sveitarfélaga

Um rannsóknina

Heilsa, líðan og starfstengd viðhorf starfsfólks íslenskra sveitarfélaga er langtíma rannsóknarverkefni þar sem heilsu, líðan og starfstengdum viðhorfum starfsfólksins er fylgt eftir yfir tíma.

Á haustmánuðum 2008 stóð íslenskt samfélag frammi fyrir verstu efnahagsniðursveiflu á friðartímum þegar allir þrír helstu viðskiptabankar landsins fóru í greiðsluþrot. Afleiðing bankahrunsins hafði áhrif á starfsumhverfi íslenskra skipulagsheilda, þar á meðal sveitarfélaganna. Til þess að mæta erfiðum aðstæðum í ytra rekstrarumhverfinu þurftu íslensk sveitarfélög að draga úr útgjöldum sínum, til dæmis með því að skerða þjónustu og lækka launakostnað. Starfsfólk íslenskra sveitarfélaga hefur verið talið búa við mikið og því var fróðlegt að skoða breytingar starfsaðstæðum þessa hóps árin eftir fall bankanna og vinnutengda heilsu þess og líðan.

Rannsóknin byggir á blönduðu rannsóknarsniði, langtíma panelgögnum og rýnihópaviðtölum. Í upphafi náði rannsóknin náði til 20 íslenskra sveitarfélaga með 2000 íbúa eða fleiri árin 2010-2013 en rannsókninni hefur verið haldið áfram síðan þá árið 2015, 2016 og svo 2019. Nýjustu gögnin eru því frá því árinu 2019 og tóku 13 sveitarfélög þátt í þeirri fyrirlögn.

Rannsakandi

Dr. Hjördís Sigursteinsdóttir, dósent við Viðskipta- og raunvísindasvið HA.

Samstarfsaðilar

Akureyrarbær, Akranesbær, Álftanes, Borgarbyggð, Fjallabyggð, Fljótsdalshérað, Garðabær, Grindavíkurbær, Hafnarfjarðarbær, Hveragerðisbær, Ísafjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Seltjarnarnes, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Hornafjörður, Sveitarfélagið Norðurþing, Sveitarfélagið Skagafjörður og Vestmannaeyjabær.

Birtingar

Ritrýndar greinar:

Skýrslur: