Heilsuferðalagið

DOKTORSVERKEFNI

Um verkefnið

Rannsóknin Heilsuferðalagið – langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988 er ein af fyrstu rannsóknum á Íslandi til að skoða ítarlega langtímaþróun á heilsufars tengdum þáttum á mótunarárunum frá unglingsaldri til fullorðinsára. Rannsóknin er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands auk erlendra samstarfsaðila.

Markmið rannsóknarinnar er að skoða langtímabreytingar á andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu Íslendinga fæddra árið 1988 frá unglingsárum (15 ára), for-fullorðinsárum (23 ára) til fullorðinsára (við 36 ára aldur). Áætlað er að meta andlega og líkamlega heilsu ásamt félagslegum stuðningi hjá þátttakendum sem nú hafa náð fullorðinsaldri og skoða þversniðstengsl milli þunglyndiseinkenna, einmanaleika, streitu, svefns, þreks, hreyfingar og líkamssamsetningar. Einnig að kanna langtímaáhrif þreks og hreyfingar á unglingsaldri og á for-fullorðinsárum á þunglyndi, kvíða, sjálfsálit, líkamsímynd og lífsánægju á fullorðinsárum. Andleg og líkamleg heilsa verður metin með spurningalista, auk þess sem hreyfing, þrek og svefn verða að metin með hlutlægum mæliaðferðum. Með því að brúa bilið á milli unglings- og fullorðinsára gefst einstakt tækifæri til að skilja hvernig andleg líðan, félagslegur stuðningur, þrek, hreyfing og svefn tengjast og móta heilsu á fullorðinsárum.

Heimasíða verkefnis þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar um rannsakendur og samstarfsaðila.

Doktorsnemi

  • Kristrún María Björnsdóttir, MSc, Íþróttafræðingur, doktorsnemi við HA

Doktorsnefnd

Samstarfsaðilar

  • Dr. Ársæll Már Arnarson. Prófessor, Háskóli Íslands
  • Sæunn Rut Sævarsdóttir. Doktorsnemi, Háskóli Íslands
  • Dr. Elvar Sævarsson. Rannsakandi.
  • Dr. Hege Randi Eriksen, Prófessor, Department of Sport, Food and Natural Sciences at Western Norway Univ. of Applied Sciences, Bergen, Noregi
  • Dr. Jorge Mota, Prófessor, Faculty of Sports Sciences and Director of the Research Center in Physical Activity, Health and Leisure, at Porto University, Portúgal
  • Dr. Kong Chen, Senior Clinical Investigator and Director of the Metabolic Clinical Research Unit at the NIH, Bethesda, Maryland, USA
  • Dr. Mari Hysing, Prófessor, Faculty of Psychology, Univ. of Bergen, Norway
  • Dr. Robert Brychta, Staff Scientist at the National Institute of Diabetes & Digestive & Kidney Diseases, Bethesda, NIH, Maryland, USA