ICE BRIDGE

Um verkefnið

ICE-BRIDGE verkefnið er styrkt af European Biodiversity Partnership Biodiversa+ undir kallinu Biodiversity and Transformative Change (BiodivTransform). Verkefnið miðar að því að þróa ramma fyrir stjórnvöld um nýjar tæknilausnir í loftslagsmálum og innviði sem hafa áhrif á lífríki Norðurslóða. Markmiðið er að koma í veg fyrir skaðleg áhrif á líffræðilega fjölbreytni og efla loftslagsréttlæti.

Þar sem vistkerfi heimskautasvæða eru í mikilli hættu vegna loftslagsbreytinga leggur ICE-BRIDGE áherslu á að ábyrg og sanngjörn stjórnun nýrrar tækni, svo sem stjórnun sólargeislunar (SRM), sé nauðsynleg. Verkefnið undirstrikar þörfina á varúðarnálgun (e. precautionary approach) til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á tegundir á Norðurslóðum, samfélög frumbyggja og líffræðilega fjölbreytni á heimsvísu.

Meðal helstu markmiða verkefnisins er að leggja mat á núverandi stjórnkerfi jarðverkfræði, meta afleiðingar þeirra fyrir umhverfis- og loftslagsréttlæti og greina áhrif á líffræðilega fjölbreytni í vistkerfum Norðurslóða. ICE-BRIDGE samþættir vísindalega þekkingu og þekkingu frumbyggja til að tryggja vernd staðbundinna vistkerfa, jafnframt því að stuðla að alþjóðlegum markmiðum um verndun líffræðilegrar fjölbreytni.

Aðferðafræðin byggir á þverfaglegu samstarfi á sviði lögfræði, umhverfisvísinda og félagsvísinda og skiptist í sex verkþætti: stjórnun og lög, réttlætissjónarmið, mat á líffræðilegri fjölbreytni á alþjóðlegum og staðbundnum vettvangi og þátttöku samfélaga.

Helstu afurðir verkefnisins verða meðal annars samantektarskýrsla með tillögum um stjórnsýslu og stefnumótun, þar sem áhersla er lögð á umhverfisréttlæti, líffræðilega fjölbreytni og varúðarnálgun. Í skýrslunni verða settar fram leiðir sjálfbærri stjórnun loftslagsverkfræðilegra inngripa á Norðurslóðum, með sérstakri áherslu á vernd réttinda frumbyggja, varðveislu viðkvæmra vistkerfa og eflingu vísindamiðlunar. ICE-BRIDGE verkefnið miðar því stuðla upplýstri ákvarðanatöku með gagnsærri miðlun upplýsinga um áhættu, ávinning og óvissu tengda loftslagsverkfræði til fjölbreyttra hópa.

lokum stefnir ICE-BRIDGE því þróa stjórnunarlíkan sem samræmir loftslagsinngrip við meginreglur um líffræðilega fjölbreytni og réttlæti og tryggir vernd vistfræðilegs og menningarlegs landslags Norðurslóða fyrir komandi kynslóðir.

Rannsakendur

Samstarfsaðilar

Umfjöllun í fjölmiðlum