Lagsíliköt og lífvænleiki á Íslandi og Mars

Um verkefnið

Fyrir milljörðum ára voru aðstæður á reikistjörnunni Mars um margt líkar þeim umhverfisaðstæðum sem nú ríkja víða á norðaustanverðu hálendi Íslands. Þar hefur verið rennandi vatn í landslagi sem minnir á það íslenska og einkennist m.a. af lagsílikat-ríku bergi. Það er því forvitnilegt að huga að lífvænleika þessa umhverfis og bera saman við það örverulífríki sem þrífst í auðnunum á hálendi Íslands. Í verkefninu verður safnað sýnum úr uppþornuðum árfarvegum og stöðuvötnum á Sprengisandi og víðar á hálendinu. Sýnin verða greind m.t.t. efnasamsetningar og steindagerðar, auk þess sem erfðaefni verður dregið úr sýnunum og raðgreint til að öðlast innsýn í þau örverusamfélög sem þar þrífast. Einnig verða örverur með valda eiginleika einangraðar úr sýnunum. Verkefnið er fjármagnað með styrk frá spænska Vísinda-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu.

Rannsakendur