Lífvarnir gegn skaðlegum þörungablóma

Um verkefnið

Verkefnið snýr að náttúrlegum þörungasýklum og notkun þeirra til að hefta vöxt skaðlegs þörungablóma, en það er hluti af alþjóðlegu neti doktorsverkefna, PHABB (Pathogens of Algae for Biosecurity and Biocontrol). Oft er um að ræða blágerla (Cyanobacteria), en einnig geta skoruþörungar og kísilþörungar valdið skaðlegum blóma.

Í stuttu máli snýst verkefnið um að athuga hvort hægt sé að nýta þörungasýkla til að vinna bug á blómanum. Rannsóknirnar snúast þannig um að bera kennsl á, einangra og rækta bæði þörunga blómans og sýkla hans úr sýnum sem tekin verða úr og nærri kræklingarækt á Íslandi. Til að það sé hægt þarf fyrst að átta sig á tegundasamsetningu örverulífríkis á staðnum, og því verður fyrsta verkefnið að gera grunnrannsókn á samsetningu örverulífríkisins á mismunandi árstímum og með og án blóma. Gert er ráð fyrir að fylgjast með örverulífríkinu á tveggja ára tímabili og jafnhliða munu einnig fara fram ræktunartilraunir á bæði þörungunum og sýklum þeirra og öðrum antagónistum. Að auki verður kannað hvort þörungasýkla er að finna í stofnasafni Háskólans á Akureyri, en það hefur að geyma mikinn fjölda bakteríustofna sem einangraðir hafa verið úr íslensku umhverfi á liðnum árum, þar á meðal úr fjörufléttum, þangi og öðru sjávar- og fjörutengdu umhverfi.

Doktorsnemi

Doktorsnefnd og rannsakendur

Samstarfsaðilar

Verkefnið er hluti af doktorsnemanetinu PHABB (PatHogens of Algae for Biocontrol and Biosecurity) sem styrkt er af Marie Skłodowska-Curie-áætluninni innan Horizon Europe. Auk HA eru þátttakendur í netinu: