Bókaröð um húmor

Út er komin bók eftir Giorgio Baruchello, prófessor við Félagsvísindadeild HA, og Ársæl Má Arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, í ritröð De Gruyter um húmor
Bókaröð um húmor

Fyrsta bókin af þremur í ritröðinni nefnist Humour and Cruelty: A Philosophical Exploration of the Humanities and Social Sciences en þar skoða höfundarnir hugtökin „húmor“ og „grimmd“ í ljósi hugmyndasögu heimspeki og vísinda. Umfjöllunin er afar umfangsmikil og tekur bæði til margra mismunandi fræðigreina og langs skeiðs í hugmyndasögunni. Leitað er svara við tveimur grundvallarspurningum mannlegrar tilvistar: „Hvað er fyndið?“ og „Hvenær er maður grimmur?“ Megináherslan er þó lögð á skörun þessara hugtaka, þ.e. hvort húmor sé alltaf í eðli sínu beittur og þar af leiðandi meiðandi. Ekki þarf að fjölyrða um að efni bókarinnar á ríkt erindi við samtímann.