Bókin The Arctic in 1000 words komin út

Útskrifaðir stúdentar og dósent við Heimskautarétt við Háskólann á Akureyri, Dr. Nikolas Sellheim, Medy Dervovic og Dr. Antje Neumann, eiga framlag í nýlegri bók á sviði heimskautaréttar: The Arctic in 1000 words.
Bókin The Arctic in 1000 words komin út

Dr. Nikolas Sellheim er í dag sjálfstæður ráðgjafi á sviði alþjóðlegra umhverfisverndarlaga og -stefnu, og stjórnandi Sellheim Environmental, Medy Dervovi í doktorsnámi við Háskólann í Reykjavík og Dr. Antje Neumann er starfandi dósent við lagadeild HA.

Ritstjórar bókarinnar eru Kamrul Hossain og J. Miguel Roncero. Hún er gefin út af Northern Institute for Environmental and Minority Law Arctic Centre við Háskólann í Lapplandi, Rovaniemi og er aðgengileg almenningi hér.

Bókin snertir á helstu viðfangsefnum náms í heimskautarétti og ættu öll áhugasöm um efnið að öðlast betri skilning á heimskautarétti, ásamt grundvallaratriðum þeirra áskorana sem blasa við og hver næstu skref gætu verið til að takast á við þær.