Ert þú að gleyma þér?

Umsóknarfresti í nám í lögreglufræði lýkur 30. mars og í heimskautarétt 1. apríl fyrir umsækjendur utan EEA/EU
Ert þú að gleyma þér?

Nú fer hver að verða síðastur að leggja inn umsókn í nám í lögreglufræði og heimskautarétt.

Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í lögreglufræði. Námið er tveggja ára diplómunám og veitir réttindi til að starfa sem lögreglumaður.

Háskólinn á Akureyri sinnir bóklega hluta námsins í sveigjanlegu námsformi og er gert ráð fyrir skyldumætingu í námslotur á Akureyri. Starfsnám fer fram í Reykjavík og hjá lögregluembættum landsins á vegum Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu (MSL).

Til þess að umsókn teljist gild þarf umsækjandi meðal annars að samþykkja að fram fari bakgrunnsskoðun á honum sem framkvæmd er af MSL.

Nánari upplýsingar um námið ásamt “Spurt og svarað” hér.

Heimskautaréttur

Nám í heimskautarétti er tveggja ára diplómanám á framhaldsstigi. Opið er fyrir umsóknir annað hvert ár og kennsla fer fram á ensku.

Nám í heimskautarétti tekur á fjölmörgum lögfræðilegum álitaefnum tengd norður- og suðurskautinu.

Heimskautaréttur fjallar um þau réttarkerfi sem eru við lýði á Norður- og Suðurheimskautunum. Námið er þverfaglegt með áherslu á viðeigandi svið þjóðaréttar og félagsvísinda. Áherslur í náminu eru meðal annars á: þjóðarétt, þar á meðal hafrétt og umhverfisrétt; frumbyggjarétt og réttindi annarra íbúa á svæðunum; stjórnmála- og þróunarfræði á heimskautasvæðunum; ásamt því að fjallað verður hinar ýmsu atvinnugreinar og hag- og viðskiptafræði bæði á Norður- og Suðurheimskautunum.

Umsóknarfrestur fyrir fólk utan EEA/EU svæðisins er 1. apríl en 5. júní fyrir aðra.

Ekki missa af þessum einstöku tækifærum. Sæktu um núna!