Grænu kennsluverðlaunin 2023

Verðlaunin veitt í þriðja sinn
Grænu kennsluverðlaunin 2023

Þriðja árið í röð veitir Umhverfisráð Háskólans á Akureyri Grænu kennsluverðlaunin. Verðlaunin eru veitt kennurum sem hafa tvinnað umhverfisvernd inn í námskeiðin sín. Yvonne Höller, formaður Umhverfisráðs afhenti verðlaunin í ár fyrir hönd ráðsins.

„Með Grænu kennsluverðlaununum viljum við undirstrika hvernig bestu kennarar háskólans tengja sjálfbærni við nánast alla þætti lífsins með vísindalegri sérfræðiþekkingu sinni og skuldbindingu við umhverfið“ segir Yvonne.

Að þessu sinni er það Sara Fusco, stundakennari við Lagadeild sem hlýtur verðlaunin.

Sara hlýtur kennsluverðlaunin fyrir námskeiðið Mannréttindasáttmáli Evrópu (e. European Convention Of Human Rights). Sara er doktorsnemi við Lagadeild Háskólans Í Lappandi þar sem hún rannsakar þátttöku (og hvernig er horft til þeirra réttinda í ferlinu) frumbyggja í stjórnarskrárhyggju tengdri umhverfismálum og verndun náttúru á Norðurslóðum. „Ég einbeiti mér að því að skoða hvernig stjórnarskrár Norðurslóða aðlagast alþjóðlegum umhverfislögum og greini hvernig frumbyggjasamfélög og heimssýn þeirra taka þátt í þessu alþjóðlega lagaferli,“ útskýrir Sara.

Eins og áður sagði er Sara stundakennari við Lagadeild og er búsett á Akureyri og stundar doktorsnám við Háskólann í Lapplandi. Hún lauk LLM gráðu í heimskautarétti frá Lagadeild árið 2019 og hefur kennt við deildina frá árinu 2020.

„Á þessu misseri kenni ég samanburðarétt og mannréttindi en nýlega ætlaði ég að kenna nýtt námskeið sem heitir Green Transition and Anthropocene: Icelandic Ecological Strategies. Námskeiðið var ætlað fyrirtækjum en Háskólinn og Yvonne aðstoðuðu mig með því að leyfa jafnvel nemendum Háskólans á Akureyri að sækja það frá og með næsta ári. Ég sótti um verðlaunin með námskeiðinu Mannréttindasáttmáli Evrópu þar sem mannréttindi eru tengd heilbrigðu umhverfi,“ útskýrir Sara.

„Það er ekki hægt að útiloka félags-menningargreiningu þegar ég rannsaka áhrif loftslagsbreytinga. Náttúran er staðurinn þar sem manneskjur lifa og þroskast og þess vegna er mikilvægt að hafa félagsvísindin með til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ég er nú að vinna að því að greina “Vistfræðilegri sorg frumbyggja” til að sýna hvernig lög ættu að taka upp menningarmiðaða nálgun á umhverfisvandamál, bætir hún við að lokum.

Við óskum Söru hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna!